Ný skoðun Viðskiptaráðs: Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins

Árið 2022 úthlutaði ríkið um 22,5 milljörðum króna í gegnum tæplega 80 samkeppnissjóði og umsýslukostnaður þeirra nam tæpum milljarði króna. Fyrirkomulag, markmið og eðli sjóðanna er jafn ólíkt og þeir eru margir.

Að mati Viðskiptaráðs eru sjóðirnir of margir og of litlir til að ná sínum markmiðum, sumir þeirra bera einfaldlega of háan rekstrarkostnað og stuðla að óskilvirkri ráðstöfun ráðstöfun á peningum skattgreiðenda. Með það fyrir augum hefur Viðskiptaráð mótað 28 tillögur sem snúa að sjóðum ríkisins, þar af 5 sem snúa að rekstri sjóðanna og 23 tillögur sem er ætlað að einfalda sjóðakerfið.

Tillögur Viðskiptaráðs myndu spara tæplega 2.600 milljónir króna miðað við úthlutanir ársins 2022, lækka umsýslukostnað um tæpleg þriðjung og fækka sjóðum ríkisins um tæplega helming. Hæglega má gera ráð fyrir því að tillögurnar myndu spara umtalsvert meiri fjármuni í ár vegna aukinna útgjalda ríkisins í gegnum sjóði árið 2024. T.d. þá nemur kostnaður Orkusjóðs í fjárlögum 2024 alls 8.640 milljónum króna og hefur umfang hans tæplega sjöfaldast frá 2022.

(Birtast myndirnar ekki? Prófaðu að endurhlaða síðunni.)

Tillögum Viðskiptaráðs má skipta í þrjá flokka:

Aflagningar. Skipta má tillögunum í tvennt, annars vegar er lagt til aflagningar þar sem sjóðir eru einfaldlega lagðir niður. Í þeim tillögum sparast bæði umsýslukostnaður og úthlutunarfé sjóðanna. Hins vegar eru það tillögur þar sem sjóðir eru lagðir niður og fjármunum veitt milliliðalaust til viðkomandi aðila. Tillögur um aflagningu myndi fækka sjóðum um 11.

Sameiningar. Í þessum tillögum felst að sjóðir sem á einhvern hátt skarast, styrkja sambærileg verkefni eða vinna að sömu markmiðum verði sameinaðir í einn sjóð. Með sameiningu má fækka sjóðum, hagræða í umsýslukostnaði og þannig nota fjármunina betur til að styðja við skilgreind markmið sjóðanna. Tillögur Viðskiptaráðs að sameiningum sjóða myndi fækka þeim um 23 talsins.

Rekstrarskilyrði. Viðskiptaráð leggur einnig fram tillögur að endurskoðun á umhverfi sjóðanna og rekstrarskilyrðum, með það fyrir augum að auka hagræði og skilvirkni í rekstri sjóðanna og bæta á sama tíma yfirsýn.

Með öllum tillögum Viðskiptaráðs að breyttum rekstri fjölda sjóða, með aflagningu, sameiningu og strangari rekstrarskilyrðum má fækka sjóðum um 34. Sem áður segir er það viðvarandi verkefni að endurskoða hvernig fjármunum ríkisins er útdeilt og í hvað þeim er varið. Með fækkun og sameiningu sjóða má draga úr óhagkvæmni og kostnaði. Hvort tveggja væri til þess fallið að fyrirtæki og einstaklingar fái meira fyrir þá fjármuni sem lagðir eru fram í formi skatta og opinberra gjalda.

Greiningin leiðir í ljós að sjóðir í eigu og umsjá ríkisins eru of margir, sumir of litlir og algengt er að starfsemi þeirra skarist með einhverjum hætti eða fleiri en einn sjóður sé rekinn innan sama fagsviðs. Tillögur Viðskiptaráðs myndu spara ríkissjóði tæplega 2.600 milljónir króna og lækka umsýslukostnað um meira en þriðjung. Þær myndu einnig auka skilvirkni í rekstri og bæta gagnsæi í útdeilingu á skattfé. Tillögurnar mundu jafnframt tryggja betri yfirsýn yfir rekstur sjóða og að umsýslukostnaður sé innan eðlilegra marka. Eflaust er tilefni til að hagræða með ólíkum hætti, en Viðskiptaráð fagnar öllum tillögum er snúa að einföldun og hagræðingu í sjóðarekstri ríkisins.

Lesa skoðun hér.

Leiðbeiningar til að birta myndir á eigin vef:

Mynd 1:

Beinn hlekkur: https://public.flourish.studio/story/2225652/

Embed: <div class="flourish-embed" data-src="story/2225652"><script src="https://public.flourish.studio/resources/embed.js"></script></div>

Mynd 2:

Beinn hlekkur: https://public.flourish.studio/story/2235092/

<div class="flourish-embed" data-src="story/2235092"><script src="https://public.flourish.studio/resources/embed.js"></script></div>

Tengt efni

Umsögn um frumvarp til laga um listamannalaun (nýir sjóðir og fjölgun úthlutunarmánaða)

Viðskiptaráð Íslands leggur til að frumvarpið verði endurskoðað. Nái frumvarpið ...

Umsögn um frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar ofangreind áform. Ráðið fagnar að með því ...

Um annarra manna fé

Fyrir hverja krónu sem heimili og fyrirtæki verja samanlagt, eyðir hið opinbera ...
14. apr 2024