Skattbyrði fyrirtækja hvergi hærri

Fjölmenni var á árlegum skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í dag.

Í opnunarávarpi fjallaði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu og beindi athygli að þeim breytingum sem hafa orðið og fyrirhugaðar eru á tollum og vörugjöldum, tekjuskatti, persónuafslætti, virðisaukaskatti og stimpilgjöldum. Bjarni sagði skatta á hverja fjölskyldu hafa lækkað um 400.000 kr. á ári ef allar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar eru teknar saman. Einnig taldi hann ákveðnar ranghugmyndir í gangi um að fjármálaráðherra búi yfir sérstakri kistu opinbers fjárs, sem sé alrangt. Það sé bara til skattfé sem greitt er af fólkinu í landinu eða lögaðilum. Að lokum boðaði hann aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, en skattbyrði þeirra er sú hæsta innan OECD.

Kynningar ræðumanna má nálgast hér:

Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM?
Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Hver borgar? - Skattar á Íslandi
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA

Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður?
Pétur Steinn Guðmundsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Opinbert eftirlit: Dulin skattheimta?
Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Myndir frá fundinum verða birtar á Facebook-síðu Viðskiptaráðs síðar í dag.

Tengt efni

Skilvirkni og hagkvæmni til lausnar á vanda heilbrigðiskerfisins

Það er mat Viðskiptaráðs að leggja skuli áherslu á að auka hagkvæmni og ...
3. sep 2021

Færri ríkisstofnanir - stærri og betri

Leiðarljósið við mótun stofnanaumgjarðar hins opinbera á að vera aukin gæði og ...
10. mar 2021

Sameiningin sem endaði ofan í skúffu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um áform stjórnvalda ...
5. ágú 2020