Skattbyrði fyrirtækja hvergi hærri

Fjölmenni var á árlegum skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í dag.

Í opnunarávarpi fjallaði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu og beindi athygli að þeim breytingum sem hafa orðið og fyrirhugaðar eru á tollum og vörugjöldum, tekjuskatti, persónuafslætti, virðisaukaskatti og stimpilgjöldum. Bjarni sagði skatta á hverja fjölskyldu hafa lækkað um 400.000 kr. á ári ef allar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar eru teknar saman. Einnig taldi hann ákveðnar ranghugmyndir í gangi um að fjármálaráðherra búi yfir sérstakri kistu opinbers fjárs, sem sé alrangt. Það sé bara til skattfé sem greitt er af fólkinu í landinu eða lögaðilum. Að lokum boðaði hann aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, en skattbyrði þeirra er sú hæsta innan OECD.

Kynningar ræðumanna má nálgast hér:

Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM?
Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Hver borgar? - Skattar á Íslandi
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA

Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður?
Pétur Steinn Guðmundsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Opinbert eftirlit: Dulin skattheimta?
Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Myndir frá fundinum verða birtar á Facebook-síðu Viðskiptaráðs síðar í dag.

Tengt efni

Viðskiptaráð ítrekar ábendingar um atriði sem stríða gegn almannahagsmunum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (167. mál).
20. okt 2022

Fasteignaskattar og hnignun hornskrifstofunnar

Gæti verið að í framtíðinni verði stór hluti vinnu sumra unninn inni á heimilum? ...
10. mar 2022

Allt í botn og engar bremsur hjá sveitarfélögunum?

Um árabil hefur rekstur sveitarfélaga á Íslandi verið ósjálfbær og í aðdraganda ...
6. maí 2022