Stjórnmálaleiðtogar ræddu skattkerfisumbætur

Fimmtudaginn 30. september sl. fór fram fundur Viðskiptaráðs og Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem stjórnmálaflokkar greindu frá sýn sinni á skattkerfið og mögulegar umbætur á næsta kjörtímabili.

Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, kynnti tillögur hennar sem birtar voru á dögunum.

Kynningu Daða Más má nálgast hér

Að loknu erindi Daða Más fóru fram pallborðsumræður þar sem leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem sæti hafa á Alþingi eða mælast yfir 5% í skoðanakönnunum ræddu málin. Þeir voru:

  • Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki
  • Katrín Jakobsdóttir frá Vinsti grænum
  • Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingu
  • Óttarr Proppé frá Bjartri framtíð
  • Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokki
  • Smári McCarthy frá Pírötum
  • Þorsteinn Víglundsson frá Viðreisn

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í FVH, stýrði fundi.

Horfa má á upptöku af fundinum hér

Myndir frá fundinum má sjá hér

Tengt efni

Fréttir

Morgunverðarfundur um skattkerfið - Vel smurð vél eða víraflækja?

Þann 29. september stendur Viðskiptaráð og félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) ...
22. sep 2016
Viðburðir

Morgunverðarfundur: Vel smurð vél eða víraflækja?

Fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga ...
29. sep 2016
Fréttir

Framkvæmd íslenskra eftirlitsstofnana ekki í samræmi við það sem gerist í Evrópu

Sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um réttarstöðu ...
17. des 2015