Þrír nýir félagar

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu:

Alvogen

  • Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 34 löndum.
  • Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 2.000 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki.
  • Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.

Sprettur

  • Sprettur sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun sem styður við viðskiptaleg markmið og strategíu viðskiptavina.
  • Starfsfólk Spretts byggir hugbúnaðarþróun sína á teymisvinnu.
  • Sprettur er eigandi vörumerkjanna Agile Ísland og Lean Ísland.

VJI Ráðgjöf

  • VJI Ráðgjöf býður upp á margþætta þjónustu á sviði rekstrarráðgjafar sem byggð er á áratuga
    reynslu ráðgjafa VJI úr íslensku atvinnulífi og erlendum verkefnum.
  • Hjá VJI starfa um 20 manns.

Viðskiptaráð býður ofangreind fyrirtæki velkomin í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.

Tengt efni

Fyrirmyndarfyrirtækjum veitt viðurkenning

Sextán fyrirtæki þar sem starfshættir stjórna eru vel skipulagðir og framkvæmd ...
26. ágú 2022

Breskir fjárfestar og verslanir kynnast íslenskum heilsuvörum

Fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja sem framleiða heilsu- og snyrtivörur eru nú í ...
6. okt 2022

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022