Tilkynning: Konráð tekur við af Kristrúnu

Breytinga er nú að vænta á hagfræðisviði Viðskiptaráðs en Konráð S. Guðjónsson tekur við starfi hagfræðings ráðsins á nýju ári, eða 15. janúar 2018. Kristrún Frostadóttir lætur um leið af störfum og tekur við starfi sem aðalhagfræðingur Kviku banka.

,,Við erum afar spennt að fá Konráð til liðs við ráðið enda hefur hann góða reynslu og bakgrunn sem hæfir starfinu vel. Um leið þökkum við Kristrúnu fyrir vel unnin störf og gleðjumst yfir því að starfsfólk ráðsins sé svo eftirsótt sem raun ber vitni."

- segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri ráðsins

Konráð kemur til Viðskiptaráðs frá Arion banka þar sem hann hefur starfað sem sérfræðingur í greiningardeild í þrjú ár. Í greiningardeild vann Konráð að ýmsum greiningum og skýrslum á íslensku efnahagslífi, t.d. um ferðaþjónustu, húsnæðismarkað, krónuna og vaxtaþróun.

Þar áður starfaði Konráð um hríð sem hagfræðingur á skrifstofu forsetans í Tansaníu, hjá Hagfræðistofnun og sem starfsnemi hjá Þróunarsamvinnustofnun í Úganda. Þá hefur Konráð kennt hagfræði fasteignamarkaðarins við Endurmenntun Háskóla Íslands og veitt leiðsögn við laxveiði svo eitthvað sé nefnt.

Konráð er með meistaragráðu í hagfræði frá Warwick háskóla og með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Tengt efni

Ný útgáfa hagskýrslunnar „The Icelandic Economy 2017"

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments ...
11. ágú 2017

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Konráð S. Guðjónsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri og Steinar Þór Ólafsson er ...
30. jún 2020

Iceland's Bright Future

Bresk-íslenska viðskiptaráðsins stendur fyrir morgunverðarfundi þann ...
23. sep 2014