Viðskiptaráð Íslands

Opið fyrir umsóknir um námsstyrki

Opið er fyrir styrkumsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs frá og með 7.desember 2020. Þeir sem geta sótt um eru nemendur í fullu framhaldsnámi erlendis.

Í ár eru fjórir styrkir veittir að upphæð 1.000.000 kr. hver.

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2021 og verða styrkþegar tilkynntir 11. febrúar 2021.

Viðskiptaráð hefur um árabil veitt styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Venju samkvæmt er a.m.k. einn styrkur veittur nemanda í námsgrein tengdri upplýsingatækni.

Ákvörðun um hver hlýtur styrkina tekur námsstyrkjanefnd en í henni sitja: Ari Kristinn Jónsson, Daði Már Kristófersson og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.

Tengt efni

Opið fyrir umsóknir í Menntasjóð VÍ

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). …
5. janúar 2026

Skattadagurinn fer fram 15. janúar

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
5. janúar 2026

Opnunartími milli jóla og nýárs

Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs á aðfangadag og á gamlársdag.
22. desember 2025