Ungt fólk fjölmennti á fræðslufund um fjárfestingar

Í gær fór fram fræðslufundur um fjárfestingar í Háskólanum í Reykjavík. Að fundinum stóðu Viðskiptaráð, HR, Nasdaq og SFF.

Í gær stóðu Viðskiptaráð, Háskólinn í Reykjavík, Nasdaq og Samtök fjármálafyrirtækja fyrir afar vel sóttum og fróðlegum fræðslufundi um fjárfestingar undir yfirskriftinni Næstum allt sem þú vilt vita um fjárfestingar. Tilefnið var alþjóðleg fjárfestavika (e. World Investor Week) sem hófst formlega á mánudag þegar bjöllum Nasdaq kauphallanna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum var hringt til að vekja athygli á fjárfestavernd og fræðslu um fjárfestingar.

Markmiðið með fundi gærdagsins var að vekja ungt fólk til umhugsunar um fjárfestingar og í því skyni var einvalalið fyrirlesara fengið að borðinu. Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, fjallaði um hlutabréfamarkaðinn og af hverju hann skipti máli, en Magnús sagði vel mögulegt að tvöfalda stærð íslenska hlutabréfamarkaðarins í fjölda félaga og markaðsvirði og nefndi hann einnig að fjöldi íslenskra hlutabréfaeigenda hefði fjórfaldast á rúmlega ári, en þeir væru nú um 31 þúsund og þar af væri sjötti hver undir þrítugu. Rósa Kristinsdóttir, meðstofnandi FORTUNA Invest, fjallaði um fyrstu skref í fjárfestingum og starf FORTUNA Invest. Þá ræddi Már Wolfgang Mixa, lektor við HR, um umhverfi fjárfestinga og þróun síðustu ára og áratuga áður en Arnaldur Þór Guðmundsson, formaður Ungra fjárfesta, fór yfir nokkur góð ráð til að hafa í huga á fyrstu stigum fjárfestingaferilsins og sagði frá eigin reynslu sem hófst þegar hann keypti í Icelandair fyrir alla fermingarpeningana sína. Það var svo Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, sem opnaði fundinn og stýrði umræðum í lokin.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir auk upptöku frá fundinum. Við hjá Viðskiptaráði þökkum gestum og fyrirlesurum kærlega fyrir góðan fund sem og HR, Nasdaq og SFF fyrir ánægjulegt samstarf.
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland
Rósa Kristinsdóttir, meðstofnandi FORTUNA Invest
Már Wolfgang Mixa, lektor við HR
Arnaldur Þór Guðmundsson, formaður Ungra fjárfesta

Tengt efni

Umsögn breytingar á lögum um endurskoðun og ársreikninga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA og SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ...

Gera þarf breytingar á fjölda og fjármögnunarkerfi sveitarfélaga

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (mál nr. 72/2023).
19. apr 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022