Upprunavottorð vegna tollfrjálsra viðskipta við Kína

Þann 1. júlí 2014 tók gildi fríverslunarsamningur á milli Íslands og Kína. Samningurinn nær fyrst og fremst til vöruskipta en samkvæmt honum munu samningsaðilar lækka eða fella niður tolla af ýmsum vörum. Viðskiptaráð hvetur viðskiptavini til að kynna sér hvaða vöruflokkar falla þar undir.

Útflytjendur geta notið fríðinda samkvæmt hinum nýja fríverslunarsamningi með staðfestingu á uppruna vara sinna. Hægt er að staðfesta uppruna vöru eftir þremur leiðum samkvæmt samningnum; með upprunavottorði, upprunayfirlýsingu eða ritun á vörureikning ef um smærri sendingar er að ræða.

Þau upprunavottorð sem Viðskiptaráð gefur út veita ekki tollfríðindi. Upprunavottorð sem veita rétt til tollfríðinda samkvæmt fríverslunarsamningi Íslands og Kína eru gefin út af Tollstjóra. Um er að ræða skjal í þríriti sem nálgast má í afgreiðslu Tollstjóra í Tryggvagötu 19. Útflytjandi þarf sjálfur að fylla út skjalið og fá það stimplað af embættinu.

Eftir sem áður gera bæði fyrirtæki og ríki í mörgum tilvikum kröfu um vottorð sem gefin eru út af Viðskiptaráði til staðfestingar á uppruna vöru. Slík vottorð eru gefin út með óbreyttum hætti.

Nálgast má upplýsingar um fríverslunarsamning Íslands og Kína hér.

Nálgast má upplýsingar um upprunavottorð Viðskiptaráðs hér.

Tengt efni

Greinar

Viðskiptum snúið á haus

Kannski sáu íslenskir ráðamenn fyrir hvernig viðskiptakænsku heimsveldanna yrði ...
28. jún 2018
Fréttir

Er steypa í útreikningum ASÍ?

Verðlagseftirlit ASÍ birti fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt er að engar ...
2. sep 2016
Fréttir

Hvers virði er samkeppnisforskot?

Þessi grein birtist í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. ...
28. mar 2012