Úrslit stjórnarkjörs - Ari formaður

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2020-2022

Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:

Ari Fenger var kjörin formaður Viðskiptaráðs Íslands 2020-2022

Í stjórn Viðskiptaráðs 2020-2022 voru kjörin eftirfarandi (í stafrófsröð):

 • Andri Þór Guðmundsson
 • Ágústa Johnson
 • Baldvin Björn Haraldsson
 • Birna Einarsdóttir
 • Bogi Nils Bogason
 • Brynja Baldursdóttir
 • Eggert Þ. Kristófersson
 • Erna Gísladóttir
 • Finnur Árnason
 • Finnur Oddsson
 • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir
 • Guðjón Auðunsson
 • Guðmundur J. Jónsson
 • Guðmundur Þorbjörnsson
 • Guðrún Ragnarsdóttir
 • Haraldur Þórðarson
 • Helga Melkorka Óttarsdóttir
 • Helga Valfells
 • Helgi Bjarnason
 • Hermann Björnsson
 • Hilmar Veigar Pétursson
 • Hrund Rudolfsdóttir
 • Hulda Árnadóttir
 • Iða Brá Benediktsdóttir
 • Inga Jóna Friðgeirsdóttir
 • Jónas Þór Guðmundsson
 • Katrín Pétursdóttir
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir
 • Lilja Björk Einarsdóttir
 • Margrét Kristmannsdóttir
 • Salóme Guðmundsdóttir
 • Sigríður Margrét Oddsdóttir
 • Sigurður Viðarsson
 • Sveinn Sölvason
 • Vilhelm Már Þorsteinsson
 • Þorsteinn Pétur Guðjónsson
 • Þór Sigfússon

Kynjahlutföll nýkjörinnar stjórnar eru líkt og síðast nánast jöfn, 47% konur og 53% karlar. Ekki reynir því á 40% kynjakvóta stjórnar Viðskiptaráðs sem samþykktir voru aðalfundi 2018.

Viðskiptaráð Íslands vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.

Ari Fenger

Ari Fenger er forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf. 1912 er rekstrarfélag sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís. Hann hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Þess má geta að Nathan & Olsen eru meðal elstu aðildarfélaga í Viðskiptaráði Íslands eða síðan 1917. Ari hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2014 og framkvæmdastjórn ráðsins frá 2018. Þá situr hann einnig í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.

Tengt efni

Umsagnir

Stefna til óstöðugleika og ósjálfbærni?

Beita þarf ríkisfjármálum af skynsemi við núverandi aðstæður og setja endurreisn ...
1. sep 2020
Umsagnir

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020
Greinar

Leið út úr atvinnuleysinu

Fátt í heiminum er ókeypis, en vel útfærðir hvatar geta einnig verið ábatasamir ...
2. sep 2020