Vel heppnaður Skattadagur

Skattadagurinn 2021 var haldinn í samstarfi við Deloitte og Samtök atvinnulífsins 12.janúar síðastliðinn.

Mjög góð þátttaka hefur verið á Skattadaginn síðastliðin ár og ljóst að viðburðurinn hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverjum sinni. Mikill áhugi var á fundinum en um 700 einstaklingar horfðu á útsendinguna. Dagskrá fundarins sem og upptöku af streyminu má finna hér að neðan fyrir áhugasama.

Dagskrá

Opnunarávarp
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Hvað heldur aftur af fjárfestingu? Ryðjum hindrunum úr vegi
Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins

Helstu skattalagabreytingar 20/21 - hvað er framundan?
Haraldur I. Birgisson, meðeigandi Deloitte og sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar

Raddir atvinnulífsins

  • Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Taste ehf.
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju hf.
  • Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. 

 Þáttastjórnandi er Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 

Tengt efni

Streymi frá morgunfundi um samkeppnishæfni

Kynning á nýjum niðurstöðum árlegrar greiningar IMD á samkeppnishæfni í opnu streymi
15. jún 2022

Útsending frá Viðskiptaþingi

Viðskiptaþing 2022 hefst klukkan 13:30 en fyrstu erindi þingsins verða send út í ...
20. maí 2022

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022