Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Leitað er að öflugum einstaklingi til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg stjórnun og rekstur skrifstofu
 • Yfirumsjón með skipulagi málefna og kynningarstarfs
 • Eftirfylgni með stefnu og ákvörðunum stjórnar og samþykktum aðalfundar
 • Ábyrgð á starfsemi og fjárreiðum gagnvart stjórn
 • Samskipti við fjölmiðla - talsmaður sjónarmiða VÍ þar sem við á
 • Stuðla að öflugum tengslum við aðildarfélaga og opinbera aðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun
 • Reynsla af stjórnunarstörfum
 • Sterk tengsl í atvinnulífinu
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og forystuhæfileikar
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til 18.september nk. og annast Hagvangur umsóknarferlið. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is

Smelltu hér til að sækja um

Tengt efni

Nýir starfsmenn til Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn.
3. jún 2020

Tölum um framleiðslutapið

Verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun stefna ...
26. okt 2020

Danskir fjárfestar áhugasamir um kaup í íslenskum fyrirtækjum

Fjölbreytni og kraftur í íslensku atvinnulífi kom dönskum fjárfestum á óvart á ...
28. okt 2003