Viðskiptaráð fordæmir hlutabótasvik

Viðskiptaráð Íslands fordæmir misnotkun á hlutabótaúrræðum stjórnvalda sem vinnur gegn markmiðum þeirra og brýtur gegn öllum viðteknum venjum góðra stjórnarhátta

Stjórnvöld, atvinnulífið og landsmenn allir taka nú höndum saman til að standa vörð um störf við fordæmalausar aðstæður. Í þeirri viðleitni hafa stjórnvöld lagt fram mikilvægar og tímabundnar ráðstafanir í formi hlutaatvinnuleysisbóta. Viðskiptaráð Íslands fordæmir misnotkun á slíkum úrræðum sem vinnur gegn markmiðum þeirra og brýtur gegn öllum viðteknum venjum góðra stjórnarhátta. Stuðli atvinnurekandi að slíkum bótasvikum getur það varðað við hegningarlög. Atvinnurekendur, stéttarfélög, launafólk og aðrir sem búa yfir upplýsingum um bótasvik eru hvattir til að tilkynna það til Vinnumálastofnunar.

Tengt efni

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Opinber þynnka

Er opinber þynnka eitthvað skárri en einkarekin?
24. mar 2022