Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá Viðskiptaráði Íslands við útskriftarathöfn sem fram fór laugardaginn 19. júní síðastliðinn

Viðskiptaráð Íslands verðlaunaði útskriftarnemendur við útskrift Háskólans í Reykjavík sem fram fór laugardaginn 19. júní sl, en ráðið hefur verðlaunað nemendur skólans fyrir góðan námsárangur allt frá því að HR útskrifaði sína fyrstu nemendur. Að þessu sinni voru útskriftarathafnirnar tvær talsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur ráðsins, veitti dúxum tæknisviðs viðurkenningu á fyrri athöfn dagsins og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri, veitti dúxum samfélagssviðs verðlaun á síðari athöfn.

Viðurkenningu hlutu:

Andrea Borgþórsdóttir fyrir bestan árangur í byggingartæknifræði,

Ólafur Andri Davíðsson fyrir bestan árangur í tölvunarfræði,

Helena Sveinborg Jónsdóttir fyrir bestan árangur í vélaverkfræði,

Haraldur Holgersson fyrir bestan árangur í íþróttafræði,

Hekla Bjarnadóttir fyrir bestan árangur í lögfræði,

Elín Helga Lárusdóttir fyrir bestan árangur í viðskiptafræði,

Inga Katrín Guðmundsdóttir fyrir bestan árangur í sálfræði.

Viðskiptaráð óskar útskriftarnemum HR hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Tengt efni

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá ...
26. jún 2020

Viðskiptaráð verðlaunar afbragðs stúdenta

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað afbragðsnema við ...
30. maí 2006

Viðskiptaráð veitir verðlaun fyrir námsárangur

Eitt af hlutverkum Viðskiptaráðs er stuðningur við menntun í landinu og er ráðið ...
29. maí 2007