Vilji er ekki allt sem þarf

Forsætisráðuneytið gerði úttekt á áhrifum lagabreytinga síðasta kjörtímabils á regluverk atvinnulífsins. Þar kemur fram að regluverk var ekki einfaldað á kjörtímabilinu, EES-reglur voru innleiddar með meira íþyngjandi hætti en þörf var á og ráðuneytin framfylgdu ekki því hlutverki sínu að meta áhrif íþyngjandi ákvæða á atvinnulífið. Í nýrri tilkynningu hvetur Viðskiptaráð stjórnvöld til að koma í veg fyrir að þessi þróun haldi áfram.

Lesa tilkynningu á Medium

Viðskiptaráð bendir á að byrði af regluverki leggst þyngst á smærri fyrirtæki sem ekki hafa fjárhagslega burði til að ráða fram úr flóknu regluverki. Beinn kostnaður ríkissjóðs af íþyngjandi regluverki er áætlaður um 22 ma. kr. á ári. Auk þess nemur óbeinn kostnaður regluverks allt að 143 ma. kr. á ári. Hægur framleiðnivöxtur á Íslandi undanfarin ár bendir til þess að viðfangsefnið sé enn brýnna en áður.

Þrír þættir standa upp úr:

  1. Þrjár íþyngjandi breytingar urðu á móti hverri einföldun
  2. Séríslensk íþyngjandi ákvæði urðu til, til viðbótar við EES-regluverk
  3. Ráðuneyti mátu ekki áhrif íþyngjandi ákvæða

Tengt efni

Greiðslumiðlun Schrödingers

„Með frumvarpinu er ekki einungis verið að veita Seðlabankanum heimild til að ...
4. mar 2024

Gera þarf breytingar á fjölda og fjármögnunarkerfi sveitarfélaga

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (mál nr. 72/2023).
19. apr 2023

Sveitarfélög of fámenn fyrir fleiri verkefni

Umsögn um grænbók um sveitarstjórnarmál (mál nr. 229/2022)
4. jan 2023