Viðskiptaþing: Agnes, Ásbjörg, Eiríkur og Róbert hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á árlegu Viðskiptaþingi voru veittir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Ríflega 180 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 18 löndum víðsvegar um heiminn. Fjöldi umsókna hefur því meira en tvöfaldast frá síðasta ári og hafa þær aldrei verið fleiri frá því styrkveitingar hófust.

Fjórir einstaklingar hlutu styrk og er hver þeirra að fjárhæð 1.000.000 kr. Styrkþegar í ár eru eftirfarandi:

  • Agnes Jóhannsdóttir, meistaranemi í viðskiptagreiningu við University College London.
  • Ásbjörg Einarsdóttir, meistaranemi í stjórnunarvísindum og verkfræði við Stanford University.
  • Eiríkur Þór Ágústsson, doktorsnemi í tölvusjón við ETH Zürich.
  • Róbert Torfason, meistaranemi í rafmagnsverkfræði við ETH Zürich.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá kynningu á þeim námsmönnum sem hlutu námsstyrki:

Tengt efni

Elísa Arna og Sigrún Agnes til Viðskiptaráðs

Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði ...
3. sep 2021

Málþing um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Viðskiptaráð Íslands heldur málþing um mikilvægi lítilla og meðalstórra ...
5. jún 2009

Morgunverðarfundur: Inngrip stjórnvalda á mörkuðum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins standa að morgunverðarfundi um ...
26. apr 2016