Viðskiptaþing: Agnes, Ásbjörg, Eiríkur og Róbert hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á árlegu Viðskiptaþingi voru veittir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Ríflega 180 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 18 löndum víðsvegar um heiminn. Fjöldi umsókna hefur því meira en tvöfaldast frá síðasta ári og hafa þær aldrei verið fleiri frá því styrkveitingar hófust.

Fjórir einstaklingar hlutu styrk og er hver þeirra að fjárhæð 1.000.000 kr. Styrkþegar í ár eru eftirfarandi:

  • Agnes Jóhannsdóttir, meistaranemi í viðskiptagreiningu við University College London.
  • Ásbjörg Einarsdóttir, meistaranemi í stjórnunarvísindum og verkfræði við Stanford University.
  • Eiríkur Þór Ágústsson, doktorsnemi í tölvusjón við ETH Zürich.
  • Róbert Torfason, meistaranemi í rafmagnsverkfræði við ETH Zürich.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá kynningu á þeim námsmönnum sem hlutu námsstyrki:

Tengt efni

Námsstyrkir Menntasjóðs Viðskiptaráðs 2020

Styrkþegar í ár eru þau Árni Freyr Gunnarsson, Bjarni Kristinsson, Bjarni ...
13. feb 2020

Viðskiptaþing: Elín, Kristrún, Ólafur og Sveinbjörn hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á árlegu Viðskiptaþingi, sem fram fer núna á Hilton Reykjavík Nordica, voru ...
12. feb 2015