Gerðardómsákvæði

Staðlað gerðardómsákvæði

Úrlausn ágreinings fyrir gerðardómi getur aðeins átt sér stað ef aðilar hafa ákveðið það með samningi að fela gerðardómi að leysa úr ágreiningnum. Hægt er að mæla fyrir að leyst skuli úr framtíðar ágreiningi fyrir gerðardómi í tengslum við tiltekin samning eða tiltekin lögskipti með einföldu gerðardómsákvæði. Aðilar geta einnig samið um að leyst skuli úr ágreiningi fyrir gerðardómi jafnvel eftir að ágreiningur kemur upp.

Hér á eftir fylgja tillögur um orðalag ákvæðis í viðskiptasamningi sem vísar ágreiningi til Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Annars vegar er tillaga um ákvæði í samningum íslenskra aðila og hins vegar þegar íslenskir og erlendir aðilar eiga hlut að máli.

„Allur ágreiningur, deilur eða kröfur sem kunna að rísa vegna eða í tengslum við samning þennan, þar á meðal stofnunar hans, gildi, samningsbrots eða riftunar, skal leyst úr með gerðarmeðferð í samræmi við reglugerð Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands sem í gildi er þegar gerðarmeðferð hefst og skal reglugerðin fyrir gerðardóminn gilda um málsmeðferð. Ákvæði þetta ásamt reglugerðinni teljast gerðarsamningur milli undirritaðra samningsaðila.“

„Any dispute, controversy, or claim arising out of, or in relation to, this contract, including the validity, invalidity, breach or termination thereof, shall be resolved by arbitration in accordance with the Arbitration Rules of the Nordic Arbitration Centre of the Iceland Chamber of Commerce in force on the date on which the arbitration is commenced.“

Taka ber aftur fram að þó ekki sé samið fyrirfram um gerðarmeðferð, er hægt að semja um slíkt eftir að ágreiningur er kominn upp.