Sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar snúa að framtíðinni

Tómas Már Sigurðsson og Finnur Oddsson fjölluðu um mannabreytingar hjá ráðinu, stöðu þess og verkefni næstu missera í viðtali í Fréttablaðinu laugardaginn 17. október síðastliðinn.

Í máli forsvarsmanna Viðskiptaráðs kom fram að þó viðbúið væri að einhverjar breytingar fylgdu mannaskiptum þá stæði ráðið fyrir ákveðin grunngildi sem stæðu óhögguð og hafa sjaldan átt ríkari erindi til ráðamanna. Þessi grunngildi verða sem fyrr í forgrunni í verkefnum ráðsins á næstunni, en þau lúta að bættu rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs og aðhaldi gagnvart ríkisvaldinu. Þar er margt undir, en að þeirra áliti eru mikilvægustu og skilvirkustu aðgerðirnar fyrir íslensk fyrirtæki þær sem leiða til sterkara gengis og lægri vaxta.

Sögðu þeir ráðið fagna málefnanlegri gagnrýni á hugmyndir og útgáfur þess, enda ætti umræðan í þjóðfélaginu að vera gagnrýnin og opinská. Mikilvægt væri þó að komast úr þeim hjólförum sem umræðan vill falla í og horfa fram á við með það að markmiði að lágmarka skaðann, enda snúi sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar að framtíðinni.

Viðtalið má nálgast hér
Blaðið í heild sinni má nálgast hér (sjá bls. 12)

Tengt efni

Fjaðramegn ræður flugi

Góð skattkerfi byggja á fyrirsjáanleika. Stöðugleiki skiptir miklu máli þegar ...
28. nóv 2022

Velkomin til framtíðarinnar, árið 2003

Landvernd kynnti tillögur um orkuframleiðslu og -skipti til ársins 2040 án ...
27. jún 2022

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022