Hvar er erlenda fjárfestingin?

Sem opið örhagkerfi er Ísland afar háð viðskiptum og samskiptum við önnur ríki, ekki hvað síst í fjárfestingum. Þrátt fyrir það, og afnám hafta, hefur lítið gerst síðustu ár sem er áhyggjuefni.

Sem opið örhagkerfi er Ísland afar háð viðskiptum og samskiptum við önnur ríki, ekki hvað síst í fjárfestingum. Þrátt fyrir það, og afnám hafta, hefur lítið gerst síðustu ár sem er áhyggjuefni.

Eins og myndin hérsýnir hefur verðbréfafjárfesting leitað frá landinu síðustu ár. Að hluta til vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða eftir afnám hafta en einnig vegna útstreymis erlendra fjárfesta, sem t.d. seldu meiri íslensk verðbréf en þeir keyptu að fjárhæð 54 milljarða króna árið 2019.

Ekki hafa birst tölur um beina erlenda fjárfestingu fyrir árið 2019 en myndin sýnir að þar er sagan svipuð og t.d. drógu erlendir aðilar úr beinni fjárfestingu hér á landi um 34 milljarða króna árið 2018. Það er enn meira áhyggjuefni því slíkri fjárfestingu fylgir oftar en ekki bein atvinnusköpun, þekking og ný tækni.

Það er til mikils að vinna að snúa þróuninni við. Til þess þarf að að kortleggja og draga úr beinum og óbeinum hindrunum eftir fremsta megni, en einnig tryggja fyrirsjáanlegt og gott rekstrarumhverfi.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Greinin birtist fyrst í „Ráðdeildinni“ í Markaðnum 5. febrúar 2020.

Tengt efni

Ótakmarkaðir möguleikar

Þegar þetta er ritað eru fleiri atvinnulausir en sem nemur öllum íbúum Akureyrar ...
16. des 2020

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020