Kortin frjósa með hækkandi sól

Reynist nýjar kortaveltutölur í meginatriðum réttar blasir við að röskunin á íslensku samfélagi og þar með íslensku atvinnulífi verði meiri og sársaukafyllri en margir bjuggust við.

Frosin kort í snjó

„Fabúleringar“ er orð sem lýsir vel vangaveltum um áhrif COVID-19 á hagkerfið. Sem betur fer er smám saman hægt að draga úr fabúleringum og styðjast í auknum mæli við gögn. Í síðustu viku fengum við t.a.m. nýja tilraunatölfræði frá Hagstofunni sem sýnir að kortavelta Íslendinga innanlands minnkaði um ca. 18% milli ára í mars og vikuna 22.-28. mars var veltan 44% minni en að meðaltali í mars 2019*.

Þar sem um tilraunatölfræði er að ræða ber að taka þessum tölum með fyrirvara en til að setja þær í samhengi dróst kortavelta innanlands saman um 23% á fyrsta ársfjórðungi 2009 en á sama tíma féll einkaneysla um 21%.

Reynist tölurnar í meginatriðum réttar blasir við að röskunin á íslensku samfélagi og þar með íslensku atvinnulífi verði meiri og sársaukafyllri en margir bjuggust við. Ekki hvað síst í ljósi þess að takmarkanir munu að minnsta kosti vara fram á sumarið. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda og allra sem vettlingi geta valdið þurfa að komast að fullu til framkvæmda, helst ekki seinna en í gær.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Greinin birtist fyrst í „Ráðdeildinni“ í Markaðnum 15. apríl 2020.

* Í tilkynningu Hagstofunnar eru engar tölur en þó birt graf sem draga má þessar ályktanir af með nokkurri nákvæmni að því gefnu að y-ásinn á grafinu byrji á 0.

Tengt efni

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022