Krafan er: Enginn undir miðgildi

Lesa grein í heild sinni

Sú krafa sem heyrist hátt um þessar mundir um að laun dugi fyrir opinberum framfærsluviðmiðum er byggð á slysalegum misskilningi. Ein og sér er krafan um að laun dugi til framfærslu skiljanleg og eðlileg en það viðmið sem stór hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur kosið að nota sem mælikvarða einhverskonar lágmarks framfærslukostnað er ekki með nokkru móti eðlilegur. Sá mælikvarði sem Stefán Ólafsson, starfsmaður Eflingar, auk LVÍ, SGS og VR hafa kosið að nota er dæmigert neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins sem lýsir miðgildi neyslu landsmanna. Vegna eðlis miðgildis er því krafan sú en enginn sé með minni neysluútgjöld en hið dæmigerða heimili sem felur í sér að neysluútgjöld meirihluta eða allra heimila verða að vera þau sömu. Aðeins með algjörum tekjujöfnuði eða hagvexti sem ekki þekkist gengur slíkt upp.

Mikilvægt er að ákvarðanir á vinnumarkaði og hjá hinu opinbera um lágmarksframfærslu byggi ekki á fölskum forsendum. Þess vegna þarf að halda því til haga að það er stærðfræðilega ómögulegt að enginn geti verið undir Meðal-Jóni og -Gunnu þegar kemur að neyslu heimila, nema neysla allra sé ef til vill sú sama. Krafan um að laun fylgi dæmigerðum neysluútgjöldum getur því aldrei verið grundvöllur ákvarðana um launabreytingar í landinu og er skaðleg upplýstri umræðu. Vonandi eru slík vinnubrögð ekki það sem koma skal í kjaraviðræðum ársins 2019.

Lesa grein hagfræðings Viðskiptaráðs sem birtist í Kjarnanum 12. janúar 2019

Tengt efni

Viðskiptaráð ítrekar ábendingar um atriði sem stríða gegn almannahagsmunum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (167. mál).
20. okt 2022

Hversu oft má fara með rangt mál?

Sökum stærðfræðilegs ómöguleika getur krafan um að laun fylgi dæmigerðum ...
25. jan 2023

Orkulaus eða orkulausnir?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi sem fór fram 9. febrúar 2023
16. feb 2023