Sameinuð stöndum vér

Ófáir velta nú fyrir sér tillögum sem lagðar voru fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Er þar margt áhugavert að finna þó að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á tillögurnar fyrr en fjárlög og fjármála- áætlun næstu ára liggja fyrir. Stjórnarsáttmálinn ber þess merki að þar sé „eitthvað að finna fyrir alla“ – og heldur undirrituð í vonina um að sumt sem er orðað þar leiði til tímamótaaðgerða sem ráðast hefur þurft í lengi. Má þar nefna eflingu og sameiningu sveitarfélaga. Í sáttmálanum stendur: „Ríkisstjórnin mun auka samráð við sveitarfélögin um verkefni þeirra og fjárhagsleg samskipti. Skilgreina þarf hlutverk stöndum vér tarfélögin um verkefni gsleg samskipti. Skilgreina þarf hlutverk landshlutasamtaka og styrk sveitarfé- laga til að rísa undir nauðsynlegri þjónustu.“ Lengi hefur verið rætt um að styrkja sveitarfélögin, og verk aka fé- ndir ónfur ð arfélögin, og auka samráð um verkefni en augljósasta leiðin til þess er fækkun sveitarfélaga. Þrátt fyrir sameiningar í gegnum árin eru þau enn 74 talsins. Tillögur Samráðsvettvangsins sýndu að fækka mætti sveitarfélögum í 12 án þess að breyta núverandi landshlutaskiptingu. Slík sameiningaraðgerð myndi bæta rekstur sveitastjórnarstigsins um 7% á ári. Aukin útgjöld til velferðarmála, sem að hluta renna til verkefna á vegum sveitarfélaga, ættu einnig að ýta á eftir sameiningu þar sem mörg sveitarfélög hafa ekki burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi velferðarþjónustu enda kostnaður á hvern íbúa mjög hár í litlum sveitarfélögum. Meðalkostnaður á mann í sveitar félögum með innan við 500 íbúa er um 230% hærri á ári en í sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Meðal nágrannaþjóða okkar er algengt að sameining sveitarfélaga sé ákveðin með lagasetningu og fylgja slíkum sameiningum gjarnan fjárhagslegir hvatar. Á Íslandi er sameining að mestu valkvæð og fjárhagslega hvata hefur skort til að hraða sameiningu þeirra. Stuðlum að bættri þjónustu og skilvirkari rekstri íslenskra sveitarfélaga – sameinum þau í 12.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Greinin birtist fyrst í Endahnúti Viðskiptablaðsins þann 8. desember 2017.

Tengt efni

Höfum við efni á þessu?

Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er tímabært að ræða sívaxandi umsvif hins ...
23. jún 2023

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir hverjum og einum kleift að ...
17. ágú 2022

Hver er þín verðbólga?

Reiknivél Viðskiptaráðs sem gerir hverjum og einum kleift að reikna sína ...
13. mar 2023