Stefnum á Íslandsmet í hagvexti 2021

Við viljum að hagkerfið taki „V-feril“ þannig að við komum okkur hratt og örugglega út úr hremmingunum.

Sköfum ekkert ofan af því: Íslenskt atvinnu- og efnahagslíf er skelfilegri stöðu og verður það áfram einhverjar vikur og jafnvel mánuði vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Seðlabankar og ríkisstjórnir um allan heim keppast nú við að ráðast í risavaxnar björgunaraðgerðir vegna stöðunnar.

Til að mynda ætlar norska ríkið í aðgerðir til að hjálpa fyrirtækum sem jafnast á við 85 milljarða íslenskra króna aðgerðir hér á landi og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað vexti um 1,5 prósentustig. Markmið slíkra aðgerða, sem á að vera forgangsatriði allra sem vettlingi geta valdið hér á landi, er að tryggja að efnahagslífið nái sér hratt og örugglega eftir höggið vegna COVID-19.

Við viljum augljóslega ekki lenda í varanlegum efnahagslegum skaða og hægum bata eins og í meðfylgjandi sýnidæmum. Við viljum að hagkerfið taki „V-feril“ þannig að við komum okkur hratt og örugglega út úr hremmingunum. Höggið verður óhjákvæmilega þungt og óvissan mikil en gangi allt eftir mun birta fljótlega á ný og Íslandsmet í hagvexti, horft á síðustu fimm áratugi (9,4% árið 2007), gæti verið í hættu á næsta ári.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Greinin birtist fyrst í „Ráðdeildinni“ í Markaðnum 18. mars 2020.

#covid19vaktin

Tengt efni

Hvað eiga Ísland, Mósambík og Kongó sameiginlegt?

Þá séu svo einfaldir útreikningar fremur til þess fallnir að kasta ryki í augun ...
12. apr 2023

Tölum um tilnefningarnefndir

Opinn morgunfundur IcelandSIF, Nasdaq Iceland, Samtaka atvinnulífsins og ...
21. mar 2023

Orkulaus eða orkulausnir?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi sem fór fram 9. febrúar 2023
16. feb 2023