Það sem vinnur með okkur

Vaxtamunur er nálægt lægstu gildum síðustu 16 ár, einkum til skamms tíma og þrátt fyrir sögulega lágt vaxtastig erlendis.

Í ógnvekjandi óvissuástandi er auðvelt að gleyma að líta á björtu hliðarnar og sjá hvað muni hjálpa okkur aftur á lappir. Eitt af því sem gerir efnahagslegar afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins viðráðanlegri en ella er sú staðreynd að vextir á Íslandi hafa líklega aldrei verið lægri, en meginvextir Seðlabankans eru 1,75%. Svipaða sögu má segja um flesta aðra vexti, t.d. verðtryggða og óverðtryggða vexti íbúðalána til heimila sem hafa aldrei verið lægri.

Vaxtastigið er ekki einungis lágt í sögulegu íslensku samhengi heldur líka í sögulegu alþjóðlegu samhengi. Vaxtamunur er nálægt lægstu gildum síðustu 16 ár, einkum til skamms tíma og þrátt fyrir sögulega lágt vaxtastig erlendis. Þá er vaxtamunurinn nú sérlega lítill til samanburðar við þegar hagkerfið gekk síðast í gegnum efnahagsáfall fyrir rúmum áratug.

Við megum þó ekki vera værukær. Það er enginn vandi að skapa ójafnvægi í hagkerfinu með tilheyrandi gengisfalli, verðbólgu og vaxtahækkunum. Við erum í sterkari stöðu en áður til að forða okkur frá því. Reynum frekar að stefna að enn minni vaxtamun, þá verður niðursveiflan og viðspyrnan mun viðráðanlegri.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Greinin birtist fyrst í „Ráðdeildinni“ í Markaðnum 1. apríl 2020.

Tengt efni

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Hækkun bankaskatts er bjarnargreiði

Hver greiðir raunverulega bankaskattinn?
17. feb 2022