Heiðursfélagar

Samkvæmt 27. gr. laga Viðskiptaráðs er stjórn ráðsins heimilt að skipa heiðursfélaga Viðskiptaráðs Íslands. Til þeirrar nafnbótar geta þeir unnið sem hafa lagt sérstaklega mikið af mörkum í þágu viðskiptafrelsis og framfara í atvinnulífinu.

Heiðursfélagar Viðskiptaráðs Íslands

Einar Sveinsson
Davíð Scheving Thorsteinsson
Haraldur Sveinsson
Hjalti Geir Kristjánsson
Jóhann J. Ólafsson
Ragnar S. Halldórsson
Egill Guttormsson
Garðar Gíslason

Hér að neðan eru reglur stjórnar um heiðursfélaga Viðskiptaráðs Íslands.

1. gr.
Heiðursfélagi Viðskiptaráðs Íslands er sæmdarheiti, sem þeim mönnum hlotnast er hafa lagt sérstaklega mikið af mörkum í þágu viðskiptafrelsis og framfara í atvinnulífinu.

2. gr.
Sæmdarheitið heiðursfélagi er fyrst og fremst ætlað núverandi eða fyrrverandi forsvarsmönnum aðildarfélaga Viðskiptaráðs sem náð hafa sjötíu ára aldri, en heimilt er í undantekningatilvikum að sæma utanfélagsmenn.

3. gr.
Stjórn Viðskiptaráðs kýs heiðursfélaga, sbr. 27. gr. laga Viðskiptaráðs. Til kjörs á heiðursfélaga þarf samhljóða atkvæði stjórnarmanna.

4. gr.
Kjör heiðursfélaga skal tilkynnt á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs eða við annað sérstakt tilefni.

5. gr.
Heiðursfélagar skulu fá afhent heiðursskjal í tilefni af kjörinu og skal það undirritað af framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs.

6. gr.
Skrá skal í sérstaka gerðarbók og á vefsíðu Viðskiptaráðs nafn heiðursfélaga, dagsetningu kjörsins og þá sérstöku verðleika eru urðu tilefni kjörsins.

7. gr.
Heiðursfélagar skulu njóta allra réttinda sem aðildarfélagar Viðskiptaráðs og eru þeir undanþegnir greiðslu árgjalda.

8. gr.
Heiðursfélögum skal boðið á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs og aðrar stórhátíðir ráðsins.

Þannig samþykkt á stjórnarfundi Viðskiptaráðs 9. janúar 2012.