Alþjóðageirinn á Íslandi

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á nýsköpunarráðstefnunni „How Innovation and Talent Attract Capital“ er nú aðgengileg á vefnum.

Á ráðstefnunni, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn, kynntu stjórnendur, frumkvöðlar og fjárfestar frá Bandaríkjunum frumkvöðlastarf og uppbyggingu þekkingarsamfélagsins í Kísildalnum. Meðal þátttakenda voru fulltrúar frá Yahoo, Silicon Valley Bank, Uber og The Geek Squad.

Kynning Frosta, sem er á ensku, fjallar um alþjóðageirann á Íslandi, þjóðhagslegar horfur og lykiláskoranir. Þar kemur fram að veruleg aukning útflutnings þarf að eiga sér stað ef lífskjör hérlendis eiga að batna með sjálfbærum hætti á komandi árum. Alþjóðageirinn spilar þar lykilhlutverk þar sem vöxtur slíkra fyrirtækja er ekki bundinn takmörkuðum náttúruauðlindum.

Kynninguna má nálgast hér

Tengt efni

Nauðsynlegt er að tryggja samkeppnishæfan vinnumarkað

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ...
15. mar 2023

Ísland í þriðja sæti World Talent Ranking

Helstu veikleikar Íslands liggja í útfærslu iðnnáms og forgangsröðun ...
9. des 2022

Economic growth policy in Asia - Lessons for Iceland

How can strategic cooperation between private industries and the government ...
31. ágú 2010