Flogið undir ratsjánni: Skattstofnar sveitarfélaga

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á Skattadeginum 2015 fjallar um aukið umfang og ógagnsæi skattstofna sveitarfélaga, þar á meðal útsvar, fasteignaskatta og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Kynninguna má nálgast hér

Í kynningunni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Hækkun útsvars, fasteignagjalda og framlaga til jöfnunarsjóðs hefur leitt til vaxandi hlutdeildar og umfangs sveitastjórnarstigsins í skattheimtu hérlendis
  • Stærstu tekjustofnar sveitarfélaganna eru ógagnsæir og torvelda skattgreiðendum að veita nauðsynlegt aðhald
  • Skortur á gagnsæi leiðir til vöntunar á gagnrýnni umræðu og aðhaldi gagnvart skattheimtu sveitarfélaga
  • Aukið gagnsæi skattstofna myndi styrkja forsendur fyrir virku aðhaldi frá skattgreiðendum
  • Samhliða auknu gagnsæi þarf að veita sveitarfélögum aukinn sveigjanleika um skattstefnu
  • Lykilforsenda slíks sveigjanleika er öflugra sveitastjórnarstig. Til að það verði að raunveruleika þarf að koma til sameininga sveitarfélaga með kvöð um lágmark íbúafjölda

Tengt efni

Aukin kostnaðarvitund almennings um tekjuöflun RÚV

Aukið gagnsæi þessarar skattheimtu eykur ekki aðeins kostnaðarvitund almennings ...
26. mar 2021

Meira fyrir minna  - öllum til hagsbóta

Þrátt fyrir að við stöndum frammi fyrir miklum áhrifum af COVID-19 á allt ...
22. okt 2020

Erlend fjárfesting og samkeppni á orkumarkaði

Fréttir af málefnum HS Orku og aðkomu erlendra aðila að félaginu hafa vakið upp ...
21. ágú 2009