Sameining sveitarfélaga: margt smátt gerir eitt stórt

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, frá ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er nú aðgengileg á vefnum.

Kynninguna má nálgast hér

Í kynningunni kemur eftirfarandi fram:

  • Hlutdeild og umfang sveitastjórnarstigsins í skattheimtu hefur aukist á undanförnum árum. Hækkun útsvars, fasteignagjalda og framlags til jöfnunarsjóðs skýrir stærstan hluta þeirrar aukningar.
  • Smærri sveitarfélög eru mun dýrari í rekstri og skilvirkni í rekstri stjórnsýslu sveitarfélaga með yfir 8.000 íbúa er ríflega tvöföld miðað við þau smæstu.
  • Sameining skattembætta sýnir vel þá gæða og framleiðniaukningu sem unnt er að ná í krafti stærðar.
  • Lítil sveitarfélög hljóta hlutfallslega mun meiri fjárframlög frá jöfnunarsjóði en þau stærri og fyrirkomulag úthlutunarinnar skapar neikvæðan hvata til rekstrarlegs aðhalds og sameininga.
  • Samráðsvettvangur um aukna hagsæld benti á að fækka mætti sveitarfélögunum úr 74 í 12 án þess að breyta núverandi landshlutaskiptingu.

Tengt efni

Flogið undir ratsjánni: Skattstofnar sveitarfélaga

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, af Skattadegi ...
13. jan 2015

Sameinuð stöndum vér

Ófáir velta nú fyrir sér tillögum sem lagðar voru fram í stjórnarsáttmála nýrrar ...
12. des 2017

Skattadagurinn: fjölbreytt erindi

Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins ...
13. jan 2015