Viðskiptaþing 2011: Ábyrgð viðskiptalífs og verkefni Viðskiptaráðs

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica, ræddi Tómas Már Sigurðsson, formaður ráðsins, m.a. um niðurstöður viðhorfskönnunar sem ráðið lét framkvæma í aðdraganda þingsins. Á fjórða hundrað forsvarsmenn í íslensku atvinnulífi báru þar m.a.kennsl á þau atriði sem helst standa í vegi endurreisnar hagkerfisins. Ríflega helmingur þeirra nefndi laskað orðspor atvinnulífs. Sagði Tómas augljóst að álitshnekkir sem atvinnulíf hefur orðið fyrir gerði endurreisnina erfiðari.

„Nauðsynlegt er fyrir atvinnulífið að horfast í augu við þessa staðreynd og bæta úr eins og framast er kostur. Slíkt verður ekki gert nema með samstilltu átaki og þrotlausri vinnu. Síðastliðið sumar hélt Viðskiptaráð svo kallað Umbótaþing þar sem þátt tóku um 100 félagar ráðsins. Þar kom fram mjög skýr vilji til þess atvinnulífið styddi með afgerandi hætti við bætta stjórnarhætti og aukið gegnsæi í viðskiptalífinu.“

Vakti Tómas athygli á að Viðskiptaráð hafi farið með gagnrýnum hætti yfir störf sín, orð og gerðir, en þessi yfirferð birtist nýlega í skoðun ráðsins Ábyrgð Viðskiptaráðs. Þá hefur Viðskiptaráðs brugðist við þessu með því að ráðast í nokkur verkefni sem nýst gætu atvinnulífinu öllu við að byggja aftur upp traust. Í því sambandi nefndi hann:

„En rétt er að ítreka, að hér skiptir mestu að allir þeir sem standa í forystu í viðskiptalífs hagi störfum sínum þannig að þau skapi traust. Hér er ekkert smá mál á ferðinni. Traust er ein megin stoð efnahagsstarfseminnar – traust á orðum manna og gerðum samningum, traust á dómstólum og réttarríkinu og traust á stjórnvöldum. Efnahagslegar afleiðingar þess að traust ríki ekki eru mjög alvarlegar, kostnaðurinn er gríðarlegur. Það er því til mikils að vinna.“

Nánar er farið yfir ofangreind verkefni Viðskiptaráðs í skýrslu þingsins Tökumst á við tækifærin – atvinnulíf til athafna.

Ræðu Tómasar má nálgast hér og glærur hér.

Tengt efni

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta ...
12. feb 2024

Eigum við að drepa fuglana?

Þegar við grípum inn í flókin kerfi getur það haft ófyrirséðar afleiðingar, ...
31. ágú 2022

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022