EORI: breytt fyrirkomulag tollgæslu innan ESB

Undanfarna mánuði hafa ákveðnar breytingar tekið gildi innan ESB sem varða inn- og útflutning vara til og frá aðildarríkjum sambandsins. Þessar breytingar byggja á reglugerðum ESB nr. 648/2005 og 187/2006, en með þeim hefur verið komið á nýju kerfi innan sambandsins til að tryggja öryggi tollgæslu. Hið nýja kerfi er iðulega nefnt EORI (Economic Operators Registration and Identification System) og felur m.a. í sér að frekari kröfur eru gerðar á upplýsingaskyldu.

Þar sem EORI kerfið varðar tollabandalag ESB þá fellur það ekki undir gildissvið EES-samningsins og eru EFTA ríkin því almennt ekki aðilar að kerfinu. Þrátt fyrir það ætti EORI kerfið ekki að setja íslenskum útflutningsfyrirtækjum skorður þegar kemur að útflutningi til ESB ríkja, að öðru leyti en það að þau verða frá og með 1. febrúar næstkomandi beðin um EORI númer móttakanda vörunnar. EORI númerið gefur til kynna að móttakandi vörunnar sé viðurkenndur rekstraraðili (Authorised Economic Operator) og slíkir aðilar framfylgja einfaldari ferlum í samskiptum við tollyfirvöld aðildarríkja.

Athygli Viðskiptaráðs hefur verið vakin á því að hið nýja kerfi hefur í einhverjum tilvikum valdið íslenskum útflutningsfyrirtækjum vandkvæðum. Miklu skiptir að slíkt verði leyst með skjótum hætti og eru aðildarfélög ráðsins því beðin að hafa samband sem fyrst ef breytingarnar eru á einhvern hátt að hefta eða tefja útflutning til Evrópusambandsins.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptaráðs eru flutningafyrirtæki, t.a.m. Eimskip, Samskip, Icelandair Cargo, DHL og TVG-Zimsen, farin að gera ráðstafanir vegna þessa kerfis m.a. með því að skrá EORI númer fjölda móttakenda innan ESB. Rétt er að taka það fram að þegar búið að er að skrá EORI númer á tiltekinn móttakanda þá er það komið í eitt skipti fyrir öll. Frekari upplýsingar veita útflutnings- og/eða tolladeildir ofangreindra fyrirtækja.

Frekari upplýsingar um innleiðingu kerfisins í aðildarríkjum ESB má nálgast hér:

Upplýsingar um kerfið má nálgast hér:

Þá eru jafnframt handhægar upplýsingar á heimasíðu breskra tollyfirvalda:

Nánar um EORI númer:

  • EORI númer samanstendur af: landsnúmeri, virðisaukaskattsnúmer (VAT number) viðkomandi móttakanda og númerið er mismunandi langt eftir löndum, t.d. er Frakkland með sextán stafi.
  • Tekur til allra vara sem fara inn til Evrópubandalagsins, skiptir ekki máli hvort um sé að ræða DDU eða DDP skilmála, T1 tollaskjal eða tollafgreiðslu.
  • Vara sem fer ekki inn til Evrópubandalagsins, t.d. vara á leið til Asíu, þarf ekki á EORI númeri að halda þó svo að hún fari í gegnum Evrópu á leið sinni á áfangastað.
  • EORI númerin tóku gildi í júní 2009 en í Hollandi hefst innleiðingin frá og með 1. febrúar 2010. Frá þeim tima verður að hafa EORI númer til að geta flutt vöru innan Evrópu annað hvort tollaða eða á transit skjali (T1).

Tengt efni

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mar 2024

Ný skoðun Viðskiptaráðs: Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mar 2024

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022