Diplómatíska dínamítið

F.v.: Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis, Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Jean-Charles Kingombe, sendiherra Dana í Afganistan, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Tom Fletcher, skýrsluhöfundur Future FCO og metsöluhöfundu, Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, Sigríður Á. Snævarr, sendiherra utanríkisráðuneytis.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hélt erindi á ráðstefnu um viðskipti og ríkiserindrekstur á 21. öld (e. Trade and Diplomacy in the 21st Century) fyrir fullum Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ráðstefnan var haldin af utanríkisráðuneytinu og alþjóðadeild Háskóla Íslands í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins.

Hér má sjá glærukynningu Ástu í heild sinni

Hér má sjá ráðstefnuna í heild sinni á upptöku

Nánar um ráðstefnuna:

Tom Fletcher flytur erindið "Can Diplomacy survive the 21st Century?", en hann er aðalhöfundur bresku skýrslunnar Future FCO. Fletcher skrifaði bókina The Naked Diplomat sem byggði á skýrslunni og vakti mikla athygli. Bókina byggir hann á reynslu sinni sem ráðgjafi þriggja forsætisráðherra í utanríkismálum og sendiherraárunum í Líbanon, þar sem hann var skipaður 36 ára gamall, yngstur allra breskra sendiherra. Hann starfar nú í Abu Dhabi og byggir þar upp alþjóðlegt nám í stafrænni ,,diplómasíu".

Jean-Charles Kingombe flytur erindið "How to approach change-necessary change- en hann hefur verið sendiherra Dana í Afganistan og upplifað í starfi hvernig umbótaferli Dana og nýjar áherslur virka í raun úti á vellinum. Jean-Charles var m.a. talsmaður dönsku formennskunnar í ESB á sviði þróunarmála. Mun hann skýra frá umfangsmikilli greiningarvinnu dönsku skýrslunnar og nýjum aðferðum sem af henni leiddu við framkvæmd dönsku utanríkisstefnunnar. Þá bregður hann upp mynd af því hvernig utanríkisþjónustur aðlaga sig að breyttum heimi.

Ásta S. Fjeldsted flytur erindið ,,Diplomatic Dynamite".
Ásta Sigríður Fjeldsted tók við stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs í sumar að afloknu ráðgjafastarfi m.a. í Japan þar sem hún starfaði á vegum McKinsey & Company. Á þeirra vegum leiddi hún skýrslugerð um framtíðarmöguleika Japans, en hleypa þarf lífi í staðnað hagkerfi þeirra. Í skýrslunni er lögð áhersla á viðskipti og efld samskipti milli Asíuríkja og mun Ásta S. m.a. fjalla um það og fellur það vel að íslensku framtíðarskýrslunni þar sem mikil áhersla er lögð á viðskipti og aukin samskipti við Asíuríkin. Þá mun hún koma inn á tæknibreytingar og möguleg áhrif þeirra á utanríkisþjónustur. Ný tækifæri er að finna í þeim milliríkjatengslum sem nú þegar eru til staðar og þá eru ekki síður tækifæri í nýjum tengslum.

Berglind Ásgeirsdóttir flytur erindið ,,From Fish to Football". Berglind gegndi stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra OECD um 4 ára skeið og varð síðar sendiherra Íslands í París. Eins var hún framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs og tók svo við sem ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Sem sendiherra Íslands í Moskvu undirbýr hún nú heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem gerir miklar kröfur til almannadiplómasíunnar, en hún hefur fylgst grannt með starfi stýrihópsins frá Moskvu. Sendiráðið í Moskvu er gott dæmi um íslenskt sendiráð, því fylgir stórt umdæmi og þar er verk að vinna á sviði viðskipta, borgaraþjónustu og pólitískra samskipta í síbreytilegum aðstæðum.

Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri og formaður stýrihópsins Utanríkisþjónusta til framtíðar sá um samantekt og spurningar í lok ráðstefnu og fór með lokaorð.

Sigríður Ásdís Snævarr og Pia Hansson kynntu fyrirlesarana.

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins ...
14. feb 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023