Lítil og meðalstór fyrirtæki - samstaða um bætt rekstrarumhverfi

2013.5.28 - SME skodun1Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Lítil og meðalstór fyrirtæki – samstaða um bætt rekstrarumhverfi er fjallað um mikilvægi þess að hlúa að þessum hluta atvinnulífsins. Alls starfar um helmingur launafólks hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og um 99% allra fyrirtækja teljast lítil og meðalstór. Slík fyrirtæki glíma oft og tíðum við erfiðleika sem hin stærri gera síður auk þess sem ytri umgjörð til fyrirtækjareksturs getur reynst þeim þyngri í vöfum.

Til að mæta þessu er við hæfi að taka upp nálgun sem felur í sér að við breytingar á umhverfi til fyrirtækjareksturs séu áhrif þeirra á lítil og meðalstór metin, þarfir slíkra fyrirtækja skoðaðar og áhersla lögð á einfaldleika og skilvirkni. Með því er ekki dregið úr mikilvægi framlags stærri fyrirtækja enda voru þau eitt sinn öll smá, auk þess sem framleiðni þeirra er almennt meiri en minni fyrirtækja.

Með slíkri nálgun væru stoðir minni og meðalstórra fyrirtækja efldar og þeim betur gert kleift að vaxa. Það ætti aftur að skila sér í aukinni verðmætasköpun alls hagkerfisins.

Í skoðuninni kemur m.a. fram að:

  • 99% fyrirtækja á Íslandi teljast lítil og meðalstór, en 90,5% þeirra eru örfyrirtæki.
  • Stefnuskrár allra flokka sem fengu menn kjörna á Alþingi höfðu að geyma þætti í þá veru að hlúa að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
  • Sérstaklega er kveðið á um slíka nálgun í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
  • Áhersla hefur verið lögð á þessa þætti beggja vegna Atlantshafsins, bæði í beinni löggjöf og með öðrum óbeinum aðgerðum.
  • Ísland stendur ágætlega á nokkrum sviðum þessu tengdu en ýmislegt má betur fara
  • Aðgengi að fjármagni skipar þar stóran sess en ein leið til að bæta þar úr væri að gera sprotafyrirtækjum kleift að afla sér fjármagns með sölu hlutafjár á netinu.
  • Lítil og meðalstór fyrirtæki eru almennt talin drifkraftur þróaðra ríkja m.a. vegna framlags þeirra til nýsköpunar, fjölbreytni útflutnings og nýtingu tækninýjunga
  • Um 60% þess virðisauka sem verður til í hagkerfum OECD ríkja er rakinn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja

 

Skoðunina má nálgast hér

Tengt efni:

Tengt efni

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Klæðlausar Kjarafréttir

Enn og aftur eru nýju fötin sem Keisarinn fékk frá Kjarafréttum í efnisminni ...
20. okt 2022