Á Íslandi eru 2.300 íbúar á hverja ríkisstofnun en á Norðurlöndunum er þeir á milli 30 og 60 þúsund. Þannig leggst kostnaður við rekstur stofnanakerfisins þyngra á íslenska skattgreiðendur en í nágrannaríkjum. Í fyrsta lagi er það vegna kostnaðarins við að reka áþekkt stofnanakerfi og tíðkast í …
Endurflutt frumvarp, sem takmarkar skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis, gengur gegn markmiðum sínum. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Ráðið varar jafnframt við því að strangari reglur um skammtímaleigu ýti undir ólöglega starfsemi og auki réttaróvissu. Ráðið hefur sérstakar áhyggjur af tillögu …
Viðskiptaráð fagnar markmiðum frumvarps um sameiningu níu sýslumannsembætta í eitt. Ráðið telur þó að frumvarpið, í núverandi mynd, tryggi ekki raunverulegt rekstrarhagræði, heldur feli fyrst og fremst í sér skipulagsbreytingu án sparnaðar. Með hliðsjón af fyrri sameiningum opinberra stofnana telur …
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum. Ráðið gagnrýnir þær íhlutanir sem lagðar eru til á leigumarkaði. Frumvarpið felur í sér óhóflegar takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, sem geti dregið úr framboði leiguhúsnæðis og haft neikvæð áhrif á …
Í fjárlögum fyrir árið 2026 er áformað ríkissjóður verði rekinn með 15 ma.kr. halla og að hreinn lánsfjárjöfnuður verði neikvæður um 70 ma.kr. Viðskiptaráð telur brýnt að stjórnvöld loki fjárlagagatinu, hætti að safna skuldum og hagræði í rekstri. Í því samhengi leggur ráðið fram 46 …
Langflestar stofnanir á vegum ríkisins greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu en það er ótímamæld vinna. Fyrirkomulagið er útbreitt en útfærsla þess er afar misjöfn, meira að segja milli áþekkra stofnanna. Viðskiptaráð telur að taka þurfi á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda …
Viðskiptaráð kynnir nýja úttekt á samrunaeftirliti á Íslandi þriðjudaginn 14. október á Vinnustofu Kjarval, 2. hæð. Fundurinn hefst kl 16. Sérfræðingar á því sviði munu ræða úttektina og umhverfi samkeppnismála í pallborði.
Viðskiptaráð fagnar áformum um afnám áminningarskyldu starfsmanna ríkisins. Rík uppsagnarvernd sem felst m.a. í áminningarskyldunni kemur í veg fyrir að hægt sé að taka á ófullnægjandi frammistöðu eða brotum í starfi með fullnægjandi hætti. Ráðið telur áformin fela í sér þarft og tímabært skref í þá …
Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hefur um árabil einkennst af verulegum skekkjum, þar sem Ríkisútvarpið nýtur bæði opinberra framlaga og tekna af auglýsingasölu. Viðskiptaráð telur að með því að ráðast á þennan kerfislæga vanda megi styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla og tryggja …
Viðskiptaráð styður ábyrg markmið í loftslagsmálum, en leggur áherslu á að þau byggist á raunsæjum forsendum, taki mið af sérstöðu Íslands og verði metin út frá kostnaði og ávinningi fyrir samfélagið. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins um drög að landsákvörðuðu framlagi Ísland til Parísarsamningins …
Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um áform um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Í umsögninni er tekið undir mikilvægi þess að draga úr langtímaatvinnuleysi og styðja atvinnuleitendur til virkni á vinnumarkaði. Ráðið telur tímabært að bótatímabil verði stytt til samræmis við það sem …
Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um áformaðar breytingar á samkeppnislögum sem nú eru til meðferðar í ráðuneytinu. Áformin lúta einkum að málsmeðferð í samrunamálum varðandi hækkun veltumarka, auknar vald- og rannsóknarheimildir samkeppnisyfirvalda og svokallað „stop the clock“ ákvæði. Ráðið leggur …
Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í vinnanlegu magni. Íslensk stjórnvöld hafa ekki boðið út sérleyfi til olíurannsókna og -vinnslu frá 2012, þrátt fyrir að útboðin gæfu ríkissjóði tekjur óháð olíufundi. Bjóða ætti út sérleyfi að nýju, enda gæti olíufundur …
Viðskiptaráð fagnar áformum um að breytt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi í umsögn við áform þar um. Stjórnvöld ætla að m.a. að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo og færa ábyrgð með því upp til Umhverfis- og orkustofnunnar annars vegar og Matvælastofnunar. Stjórnvöld ættu þó að ganga …
Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs. Hún mun sinna lögfræðilegri ráðgjöf, gerð skýrslna og umsagna auk þess að halda utan um starfsemi Gerðardóms Íslands.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að reglugerð um plastvörur sem miða að innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins um einnota plast. Að mati ráðsins er ljóst að reglugerðardrögin muni draga úr vöruúrvali neytenda og stuðla að hærra vöruverði. Viðskiptaráð leggur áherslu á að innleiðingin …
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á lögum um loftslagsmál. Ráðið leggur áherslu á að endurskoðun laganna byggi á gagnsæju mati á kostnaði og ávinningi aðgerða, þar sem samkeppnishæfni atvinnulífsins og sérstaða Íslands séu höfð að leiðarljósi.
„Það á ekki að koma á óvart að hækkun húsnæðisbóta og útvíkkun tekju- og eignaviðmiða hafi ekki bætt hag leigjenda til lengri tíma litið. Ef stuðningur er veittur til verulegs hlutfalls kaupenda á markaði þar sem framboð breytist lítið nema yfir lengri tíma, líkt og raunin er á leigumarkaði, mun …
Í nýjum fyrirlestri á fræðsluvef Viðskiptaráðs er farið nýlega skýrslu ráðsins, The Icelandic Economy. Meðal annars er fjallað um þróun helstu hagvísa, stöðu og horfur í efnahagslífinu, verðbólgu, utanríkisviðskipti og samkeppnishæfni, auk annarra atriða sem varða efnahagsmál.