Gerðarmenn

Skipun gerðarmanna

Úrlausn ágreinings fyrir Gerðardómi Viðskiptaráðs er í höndum gerðarmanna sem starfa í samræmi við gerðardómsreglurnar eða aðrar reglur sem málsaðilar hafa samið um. Stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs tekur afstöðu til þess hvort að gerðarsamningur sé til staðar milli málsaðila. Sé slíkum samningi til að dreifa er málinu vísað til gerðarmanna.

Aðilum er heimilt að semja sérstaklega um skipan og fjölda gerðarmanna en hafi ekki verið um annað samið eru þeir þrír. Stjórn Gerðardómsins er eini aðilinn sem staðfestir skipan gerðarmanna. Gerðarmenn þurfa að uppfylla tilteknar persónubundnar kröfur og sérstök hæfisskilyrði héraðsdómara. Þeir geta því verið sérfróðir á því sviði er ágreiningsefnið varðar.

Um leið og búið er að skipa gerðarmenn vísar skrifstofa Gerðardómsins málinu til þeirra, að því gefnu að búið sé að greiða skráningargjald og fyrirframgreiðslu vegna gerðarmeðferðar sem ákveðin er af stjórn Gerðardómsins. Meginreglan er að gerðarmenn hafi 6 mánuði frá því að gerðarmeðferð hófst til að kveða upp endanlegan úrskurð í málinu.

Úrskurður gerðardómsins er endanlegur og bindandi fyrir málsaðila. Úrskrurður gerðardómsins er jafnframt aðfararhæfur í 157 löndum, þar sem Ísland er aðili að New York samningnum um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða. Gerðardómurinn er ekki opinber og því geta málsaðilar haldið ágreiningi sínum eða viðkvæmum málum leyndum.