Jafnrétti í lífeyrismálum?

Þessa dagana berast reglulega fregnir af skerðingu lífeyrisréttinda innan almenna lífeyrissjóðakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins gekk verulega á uppsafnaðar eignir sjóðanna og hefur reynst flestum þeirra þungt í skauti. Afleiðing slælegrar ávöxtunar í sjóðssöfnunarkerfi er skerðing réttinda enda verður ekki öðruvísi staðið undir lífeyrisgreiðslum til lengri tíma.

Réttindi sjóðsfélaga LSR óháð ávöxtun
Einn sjóður sker sig þó úr hópnum. Stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), mun ekki skerða réttindi sinna sjóðfélaga enda eru þau bundin í lög og því óháð ávöxtun og eignum sjóðsins. LSR var á meðal þeirra lífeyrissjóða sem skiluðu verstri ávöxtun árið 2008 en í stað þess að sjóðfélagar beri þann skaða fellur hann beint á ríkissjóð.

Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafa vaxið hratt
Það skýtur skökku við að á sama tíma og stjórnvöld standa frammi fyrir gríðarlegri aðlögun í ríkisfjármálum skuli talið réttlætanlegt að verja tugum milljarða í að verja lífeyrisréttindi afmarkaðs hóps vinnumarkaðarins. Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafa vaxið hratt á undanförnum árum og námu ríflega 340 milljörðum króna í lok árs 2008. Séu teknir saman allir lífeyrissjóðir opinberra aðila nam tryggingafræðilegur halli þeirra yfir 500 milljörðum á sama tíma.

Ávísun á miklar skattahækkanir
Ljóst má vera að óbreytt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ósjálfbært, þrátt fyrir mun hærra mótframlag atvinnurekenda en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Frá árinu 2000 hafa að meðaltali verið gjaldfærðir um 20 milljarðar króna á ári í rekstri ríkissjóðs en samt sem áður hafa skuldbindingar vaxið verulega. Þetta er ávísun á miklar skattahækkanir í framtíðinni. Erfitt er að sjá réttlæti í því að starfsmenn almenna vinnumarkaðarins skuli þurfa að taka á sig skerðingu lífeyrisréttinda samhliða því að þurfa að standa undir ósjálfbæru lífeyriskerfi opinberra starfsmanna með auknum skattgreiðslum. Slíkt getur vart annað en flokkast undir mismunun af versta tagi.

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Greinar

Hlutabætur í algjörri óvissu

Eftir að umræðan komst á flug um hverjir ættu rétt á úrræðinu eða ekki, hefur ...
19. maí 2020
Umsagnir

Betri leiðir færar á fjölmiðlamarkaði

Viðskiptaráð telur að líta verði til heildarsamhengis á fjölmiðlamarkaði þegar ...
14. jan 2020
Greinar

Það sem vinnur með okkur

Vaxtamunur er nálægt lægstu gildum síðustu 16 ár, einkum til skamms tíma og ...
3. apr 2020