Ríkisfjármál - Samstaða um bætt vinnubrögð

Fram til þessa hefur stefna ríkisstjórnarinnar í aðlögun ríkisfjármála miðað að því að fara blandaða leið niðurskurðar og tekjuöflunar. Sitt sýnist hverjum um eiginlega framkvæmd stefnunnar og þá einkum hvoru megin áherslan skuli frekar liggja. Viðskiptaráð hefur fyrir sitt leyti gagnrýnt að aðlögunin hafi farið um of fram með tekjuöflun og bent á aðrar leiðir að sama marki. Í þeim tilgangi hefur Viðskiptaráð gefið út tvær skýrslur á undanförnum misserum um fjármál hins opinbera. Sú síðari kom út í desember í fyrra og ber heitið, Fjármál hins opinbera - aðrar leiðir færar, en þar eru lagðar fram ítarlegar tillögur að því hvernig megi taka á uppsöfnuðum fjárlagahalla ríkissjóðs með öðrum hætti.

Skiptar skoðanir um áherslur
Hugmyndir um hvort ráðast eigi í niðurskurð eða skattahækkanir munu ætíð vera grundvöllur skoðanaskipta í þjóðfélaginu. Skal engan undra að svo sé enda hafa báðar aðgerðir neikvæð áhrif á ólíka hagsmuni tiltekinna hópa. Málefnaleg skoðanaskipti um brýn þjóðfélagsmál sem þetta eru hins vegar mikilvæg, til að dýpka umræðuna og auka líkur á að ákvarðanir séu teknar á upplýstum og faglegum grunni.

Samstaða um bætt vinnubrögð
Ágreiningur um hvort áhersla eigi að vera á tekjuöflun eða útgjaldastjórnun ætti þó almennt ekki að koma í veg fyrir samstöðu á öðrum sviðum. Til að mynda ættu flestir að geta sammælst um mikilvægar úrbætur á ferli og framkvæmd fjárlaga, sem talsverðir annmarkar hafa verið á undanfarin ár. Slíkar úrbætur snúa að farsælli úrlausn stjórnvalda á stefnu sinni í ríkisfjármálum til lengri og skemmri tíma - þar fara hagsmunir allra saman.

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta ...
12. feb 2024

Já, ég er óþolandi

Svanhildur Hólm er komin með nýtt áhugamál sem vonandi léttir eitthvað álaginu ...
12. apr 2023

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022