Alþingi Íslendinga - Árangur af störfum þess metinn

Alþingi var sett á ný í upphafi mánaðarins en með því lauk lengsta löggjafarþingi Íslandssögunnar. Líkt og von er þá mörkuðust störf þingsins með einum eða öðrum hætti af hruni hagkerfisins og afleiðingum þess. Mátti það sjá bæði á fjölda og tegundum mála.

Skortur á forystu til að koma verkefnum í framkvæmd
Í stað heildarsamstarfs um lausnir á erfiðri stöðu heimila og atvinnulífs hefur pólitískur skotgrafarhernaður því miður í of mörgum tilvikum orðið ofan á. Þá skortir ríkisstjórninni forystu og getu til að koma brýnum verkefnum í framkvæmd hjálparlaust. Þessi sýn birtist nær daglega í stjórnun landsmála og á vafalaust stóran þátt í þeirri tilvistarkreppu og skorti á trúverðugleika sem hrjáir þingið á þessari stundu.

Forsenda hagvaxtar er öflugt atvinnulíf
Í einstaka tilvikum hefur þó náðst næg samstaða um betrumbætur og er það vel. Hins vegar, þegar horft er til þess að grunnforsenda hagvaxtar og þar með tekjuöflunar ríkissjóðs er öflugt atvinnulíf sem byggir á virku vinnuafli og bjartsýnum neytendum er ljóst að gera verður miklu betur. Þrátt fyrir það hefur atvinnulífið fram til þessa setið að mestu eftir í vinnu ríkisstjórnar og löggjafans. Ef litið er framhjá einstaka aðgerðum hefur í of mörgum tilvikum verið gengið gegn hagsmunum þess og skipta þar breytingarnar á skattkerfinu mestu.

Skuggaþing atvinnulífs og almennings rýni störf Alþingis
Áður en litið er til megináherslna yfirstandandi þings er rétt að rýna nánar störf þess sem var að ljúka. Slíkt stöðumat er eitthvað sem Alþingi ætti sjálft að tileinka sér í lok hvers löggjafarþings, en slíkt mat gæti jafnframt verið í höndum sameiginlegs skuggaþings atvinnulífs og almennings líkt og rætt er um í þessari nýjustu skoðun ráðsins.

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, skrifar um fimm staðreyndir ...
24. jan 2024

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Rafrænar skuldaviðurkenningar verði ekki einskorðaðar við neytendur

Umsögn Viðskiptaráðs við frumvarp til laga um rafrænar skuldaviðurkenningar (mál ...
10. maí 2023