Velferðarkerfið byggir á atvinnurekstri

Umræða undanfarinna missera um íslenskt atvinnulíf er um margt þversagnakennd. Gjarnan hefur verið gert lítið úr mikilvægi atvinnurekstrar fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar, oft með vísan í gjörningaveður síðustu missera og yfirleitt án efnislegra og tölulegra raka. Um leið liggur fyrir að kraftmikið atvinnulíf þarf til að framleiða þau verðmæti sem standa undir lífsgæðum. Verðmætasköpun í íslenskum fyrirtækjum er nauðsynleg forsenda hagvaxtar og þess að velferðartapið verði ekki varanlegt, en nýleg skoðun Viðskiptaráðs fjallar um áhrif á lífskjör ef ekki tekst að efla hagvöxt. Mikilvægt er að almenn sýn á atvinnurekstur verði betur í samræmi við mikilvægi hans fyrir endurreisn hagkerfisins.

Í nýlegri könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið kemur fram að skortur sé á trausti, gagnsæjum vinnubrögðum og siðferði í viðskiptalífinu. Niðurstöðurnar eru ein birtingarmynd þeirrar umræðu um atvinnurekstur sem hæst hefur farið. Ekki er umdeilt að í aðdraganda bankahrunsins misfórst ýmislegt í íslensku atvinnulífi, bæði í fjármálakerfinu og í öðrum greinum. Mistök munu ávallt henda þótt von sé til að þeim fækki þegar lærdómur er dreginn af reynslunni. Af þessu má þó ekki dæma atvinnulífið í heild sinni. Íslenskt atvinnulíf samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga sem verðskulda ekki þá gagnrýni sem atvinnulífið sem heild hefur legið undir síðustu misseri.

Í þessari skoðun Viðskiptaráðs er einnig fjallað um:

  • Viðhorf til eigin vinnuveitenda
  • Almennar staðreyndir um atvinnulífið
  • Umbreytingu í sjálfbært atvinnulíf
  • Stuðningsstuðul atvinnulífsins
  • Viðbrögð stjórnvalda

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veita Björn Þór Arnarson, hagfræðingur, og Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri, í síma 510-7100.  Smellið hér fyrir fjölmiðlahorn Viðskiptaráðs.

Tengt efni

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023

Gera þarf breytingar á fjölda og fjármögnunarkerfi sveitarfélaga

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (mál nr. 72/2023).
19. apr 2023