Gjaldmiðilsmál: Maastricht viðheldur valfrelsi

Ályktun stjórnar Viðskiptaráðs Íslands:
Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur brýnt að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið verði til lykta leiddar og að kapp verði lagt á að ná sem allra bestum samningi, sem síðan yrði lagður í dóm þjóðarinnar. Þetta er lykilinn að því að halda opnum möguleika landsins í gjaldmiðilsmálum til tvíhliða upptöku evru. Í þessari skoðun VÍ er bent á mikilvægi þess að halda öllum kostum opnum á núverandi óvissutímum.

Ennfremur er nauðsynlegt að efnhagsstefna landins miði að því að uppfylla almenn skilyrði heilbrigðs efnahagslífs um stöðugleika gengis og verðlags, hóflega vexti, afkomu hins opinbera og skuldir þess, en þessi skilyrði falla saman við svonefnd Maastricht skilyrði ESB. Með því móti verða aðrir valkostir á borð við áframhaldandi rekstur sjálfstæðrar peningastefnu og einhliða upptöku annars gjaldmiðils samhliða gerðir raunhæfari.

Forsenda fyrir hagfelldum aðildarsamningi er að stutt sé af einurð við bakið á samninganefnd Íslands. Verði fallið frá umsókninni nú eða samningarnir unnir með hálfum hug mun umræða um mögulega aðild áfram hefta stjórnmálaumræðu og stefnumörkun landsins um árabil, sem er Íslendingum ekki til framdráttar, hvort sem þeir teljast til stuðningsmanna eða andstæðinga aðildar.

Í skoðuninni er m.a. farið yfir eftirfarandi:

  • Óvissa er um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum.
  • Króna og sjálfstæð peningastefna hafa ekki gagnast sem skyldi.
  • Einhliða upptaka er einföld í framkvæmd en ófær leið við núverandi aðstæður.
  • Mikilvægt er að sem flestum valkostum um framtíðargjaldmiðil Íslands sé haldið opnum.
  • Það verður best gert með því að ljúka viðræðum við ESB með sem hagfelldustum aðildarsamningi.
  • Með þeim hætti er Íslendingum gert kleift að taka síðar upplýsta ákvörðun um gjaldmiðilsmál.
  • Uppfylling Maastricht skilyrða gerir alla okkar valkosti fýsilegri, sama hvaða leið verður valin

Íslandálag er þjóðinni dýrkeypt
Í skoðuninni er kostnaður heimila, fyrirtækja og hins opinbera af „Íslandsálagi“ – sem stafar að mestum hluta af íslensku krónunni – metinn á um 150 ma.kr. á hverju ári.

 

Til samanburðar er heilbrigðis- og almannatryggingakerfið rekið fyrir svipaða upphæð. Ofan á þennan kostnað við krónuna bætist síðan fórnarkostnaður lægri fjárfestingar og minni utanríkisviðskipta, en sýnt hefur verið fram á að rekstur sjálfstæðrar myntar dregur út hvoru tveggja. Því er spurt hvort gagnsemi krónunnar í viðsnúningi íslensks efnahagslífs á undanförnum misserum sé of dýru verði keypt.

Skoðunina má nálgast hér


Tengt efni:

Tengt efni

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022

Vill Efling lækka laun?

Efling segir að svigrúm sé til 9,5% launahækkana í kjarasamningum, miðað við ...
25. ágú 2022

Skoða þarf fleiri hliðar á samkeppnisumhverfi íslenskra fjölmiðla

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið.
16. feb 2022