Ný nálgun forsenda sjálfbærrar hagræðingar

ForsíðaÞað er mikilvægt fyrir efnahagslega framvindu komandi ára að jafnvægi náist fljótt í fjármálum hins opinbera. Tryggja þarf sjálfbært hlutfall á milli umfangs hins opinbera og verðmætasköpunar einkageirans til þess að hægt sé að standa undir öflugu velferðarkerfi til lengri tíma. Jafnframt er ljóst að viðvarandi hallarekstur leiðir í besta falli til þess að reikningurinn sé sendur til komandi kynslóða og í versta falli til greiðslufalls ríkissjóðs.

Síðustu ár hafa verið markverð að því leyti að í fyrsta sinn síðan 1995 hefur tekist að halda aftur af aukningu í útgjöldum hins opinbera. Þrátt fyrir að nokkur árangur hafi náðst þá er enn mikill halli á ríkissjóði og útgjöld hins opinbera eru enn há í sögulegu samhengi.

Á næstu árum þarf að taka nauðsynlegar en jafnframt óvinsælar ákvarðanir í opinberum fjármálum. Allir þurfa að færa fórnir til þess að viðunandi árangur náist. Skatthlutföll hafa hækkað umtalsvert á síðustu árum og hagtölur benda til að farið sé að hægja verulega á vexti hagkerfisins. Með hliðsjón af þessu þurfa stjórnvöld og sveitarfélög að vinna saman að því markmiði að forgangsraða verkefnum og nýta fjármagn með sem bestum hætti. Aðeins þannig er hægt að verja grunnstoðir samfélagsins samhliða því að tryggja forsendur fyrir sjálfbærum vexti hagkerfisins.

Í skoðuninni kemur m.a. fram að:

  • Tryggja þarf sjálfbært hlutfall á milli umfangs hins opinbera og verðmætasköpunar einkageirans
  • Uppsafnaður halli ríkissjóðs á árunum 2008-2012 nam alls 604 mö. kr.
  • Heildarskuldir og skuldbindingar hins opinbera nema nú yfir 2.000 milljörðum
  • Áætlanir um að brúa fjárlagahallann hafa ekki gengið eftir og spáð er töluverðum halla í rekstri ríkisins fyrir árið 2013
  • Lækkun heildarútgjalda síðustu fjögur ár hefur að stærstum hluta átt sér stað í gegnum minni fjárfestingar og hagstæðari vaxtakjör
  • Meiri kostnaður við almannatryggingar og tilfærslur hafa vegið á móti lækkun kostnaður vegna launa og vörukaupa
  • Gengið hefur verið lengra gagnvart heilbrigðis- og menntakerfinu en öðrum þáttum kerfisins
  • Breyttrar nálgunar er þörf, þar sem áhersla verður lögð á lækkun rekstrarútgjalda í gegnum forgangsröðun verkefna og aukna framleiðni

 Mynd 3

Mynd 4 

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni:

Tengt efni

Tækifæri til breytinga

Ríkisstjórnin hélt, en það þýðir það ekki að allt þurfi að vera eins og á ...
30. sep 2021

90% af hagkerfinu í lagi? Frekar 10%

Færri störf, minni fjárfesting og minni verðmæti í langflestum atvinnugreinum
9. apr 2021

Litið yfir sérkennilegt ár

„Enginn veit neitt, en allir eru að gera sitt besta,“ hefur ósjaldan flogið í ...
8. jan 2021