Er ríkisvæðing að taka við af einkavæðingu?

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar Framkvæmd fjárlaga árið 2003 kemur fram að margar stofnanir og ráðuneyti hafi farið langt fram úr fjárheimildum á undanförnum árum. Jafnframt segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að forstöðumenn ríkisstofnana verði að draga úr rekstrarkostnaði þegar stofnun er rekin með halla og það sé á ábyrgð forstöðumannsins að stofnunin sé innan fjárheimilda.

Verslunarráð hefur margoft bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir dragi úr útgjöldum sínum og fari alls ekki fram úr fjárlögum. Í skýrslu Verslunarráðs Minni ríkisumsvif – margfalda tækifærin sem kom út í febrúar 2004 segir að nauðsynlegt sé að ríkisstarfsmenn verði látnir sæta ábyrgð ef ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er varða vörslu fjármuna og hagkvæma ráðstöfun þeirra, er ekki framfylgt. Framúrakstur ríkisstofnana miðað við samþykkt fjárlög er óviðunandi og því verða forstöðumenn hinna 230 ríkisstofnana að leita sparnaðarleiða í rekstri.

Breska ríkisstjórnin er um þessar mundir að leggja til að opinberum starfsmönnum verði fækkað. VÍ hefur lagt til að ríkisstjórnin fækki ríkisstofnunum um  að minnsta kosti 30 á næstu þremur til fjórum árum. Með sama hætti er eðlilegt að ríkisstjórnin setji sér það markmið að fækka ríkisstarfsmönnum. Verslunarráð hefur ávallt hvatt til þess að leitað verði enn frekar í smiðjur fyrirtækja og lausnir einkamarkaðarins nýttar varðandi nýjar leiðir í opinberum rekstri.

Skoðunina má lesa í heild sinni

Tengt efni

Rauntímaupplýsingar væru til bóta

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ...
21. feb 2022

Faglega og rekstrarlega sterk stjórn Landspítala gæti verið gæfuspor

Viðskiptaráð telur að skýra þurfi ábyrgðarsvið og heimildir stjórnar Landspítala ...
1. feb 2022

Leysa peningar allan vanda?

Heilbrigðiskerfið á að snúast um sjúklingana, fjármagn ætti að fylgja þeim í ...
16. ágú 2021