Einfaldara Ísland - veitingahúsarekstur og skrifræði

Viðskiptaráð Íslands fagnar ummælum forsætisráðherra um átakið Einfaldara Ísland í stefnuræðu hans á Alþingi. Í máli forsætisráðherra kom fram að hann muni beita sér fyrir því að ráðuneyti fari yfir lög og reglur í því augnamiði að auka skilvirkni og draga úr regluvirki stjórnsýslunnar.

Hugmyndir forsætisráðherra eru góðra gjalda verðar og ríma vel við boðskap Viðskiptaráðs sem hefur um árabil bent á að sóknarfæri séu á ótal sviðum ríkisbúskapsins. Sér í lagi hefur VÍ lagt áherslu á að einfalda regluverk um fyrirtækjarekstur í landinu — enda eigi Ísland að nýta möguleika mikillar nálægðar í litlu samfélagi til að draga úr skrifræði og auka skilvirkni opinberra stofnana.

VÍ hefur lagt áherslu á að einfalda skattaumverfi á Íslandi og mun t.a.m. halda alþjóðlega ráðstefnu um 15% landið Ísland þann 20. október n.k. Að sama skapi hefur ráðið lýst yfir áhyggjum sínum af miklu skrifræði í stjórnsýslunni, t.a.m. í kringum veitingahúsarekstur, eins og lesa má um í skoðun ráðsins um veitingahúsarekstur og skrifræði.

Ýmislegt hefur áunnist á síðustu árum, t.d. með rafrænum skilum á skattskýrslum — en betur má ef duga skal. Einfaldleikinn er kominn til að vera.

Halldór Benjamín Þorbergsson,
hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Tengt efni

Landvernd staðfestir tillögu um verri lífskjör þjóðarinnar

„Það er mjög jákvætt að fá staðfestingu á því frá Landvernd að efnahagsleg ...
4. júl 2022

Skattadagurinn 2022: Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra

Ávarp Bjarna Benediktssonar á Skattadegi Viðskiptaráðs, Deloitte og SA, 13. ...
13. jan 2022

Allir tapa og enginn vinnur

Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun í beinni útsendingu ...
18. nóv 2021