Misráðin hugmynd að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins

Heilbrigðisráðherra lýsti því nýlega yfir að hún sæi ástæðu til að kanna möguleika á því að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins í því augnamiði að lækka lyfjaverð. Viðskiptaráð hafnar með öllu þeirri hugmynd að ríkið hefji innflutning á lyfjum og rekstur lyfjaverslunar í beinni samkeppni við einkaaðila, enda er hugmyndin afturhvarf til fortíðar og í hróplegu misræmi við stefnu stjórnvalda undanfarinn áratug. Heppilegra væri að líta til reynslu Dana og nýta EES-samninginn til að fá lyfjafyrirtæki til að sækja um markaðsleyfi á skráningu samheitalyfja eða með því að einfalda og draga úr regluverki á lyfjamarkaði þannig að samnýta megi skráningar lyfja á milli landa - án þess að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins.

Hér má lesa skoðunina í heild sinni

Tengt efni

Greinar

Hlutabætur í algjörri óvissu

Eftir að umræðan komst á flug um hverjir ættu rétt á úrræðinu eða ekki, hefur ...
19. maí 2020
Umsagnir

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020
Fréttir

Opinber atvinnurekstur og tálsýnin um hagvöxt

Í kjölfar bankahruns hefur mikið verið fjallað um endurreisn heimila, ...
30. sep 2010