Að eiga kökuna og borða hana

Stjórnvöld standa nú í erfiðum samningaviðræðum við háskólamenntaða opinbera starfsmenn. Grunnstefið í kröfugerð þeirra er að launahækkanir þurfi að vera umfram það sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.

Sé litið með heildstæðum hætti á launakjör kemur í ljós að opinberir starfsmenn njóta margvíslegra réttinda sem launþegum á almennum vinnumarkaði standa ekki til boða. Þetta er í andstöðu við vilja almennings sem telur að réttindi þessara tveggja hópa eigi að vera sambærileg.

Lesa skoðun

Samanburður réttinda leiddi eftirfarandi í ljós:

  • Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru um tvöfalt hagstæðari en annarra. Samkvæmt lögum eiga þeir rétt á 15,4% mótframlagi atvinnurekanda samanborið við 8% fyrir almenna launþega.
  • Starfsöryggi opinberra starfsmanna er meira en annarra. Í kjölfar falls fjármálakerfisins fækkaði stöðugildum um 7% á almennum vinnumarkaði samanborið við 1,3% hjá hinu opinbera.
  • Orlofsréttindi eru að jafnaði ríflegri fyrir opinbera starfsmenn þar sem miðað er við aldursár en ekki starfsaldur hjá vinnuveitanda við ákvörðun orlofsréttinda.
  • Veikindaréttur er mun ríflegri hjá hinu opinbera. Opinberir starfsmenn eiga rétt á 119 launuðum veikindadögum eftir sex mánuði í starfi samanborið við tólf daga á almennum vinnumarkaði.
  • Fæðingarorlof eru hagstæðari hjá hinu opinbera. Starfsmenn þess ávinna sér inn rétt til orlofslauna, öfugt við starfsfólk á almennum vinnumarkaði, og eiga almennt rétt á ríflegri fæðingarstyrkjum.
  • Réttur til endur- og símenntunar er almennt mun víðtækari hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði.
  • Yfirfærsla réttinda er meiri þar sem starfsaldur hjá hinu opinbera telst vera samanlagður starfstími hjá öllum vinnuveitendum. Á almennum vinnumarkaði er mun sjaldgæfara að áunnin réttindi fylgi starfsmönnum á milli vinnuveitenda.

Almenningur telur að opinberir og almennir starfsmenn eigi að njóta sambærilegra réttinda. Í nýlegri skoðanakönnun töldu 80% svarenda að starfsöryggi eigi að vera sambærilegt. Þá töldu 89% svarenda að lífeyrisréttindi eigi að vera sambærileg.

Nýta ætti þær kjaraviðræður sem nú standa yfir til að jafna leikvöllinn þegar kemur að réttindum launafólks á almennum og opinberum vinnumarkaði. Að öðrum kosti er ekki unnt að réttlæta launahækkanir umfram það sem samið hefur verið um fyrir aðra.

Lesa skoðun

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta ...
12. feb 2024

Nauðsynlegt að tryggja félagafrelsi á vinnumarkaði

Umsögn Viðskiptaráðs um félagafrelsi á vinnumarkaði (mál nr. 24)
8. des 2022