Á ríkið að selja ilmvötn og sælgæti?

Íslenska ríkið rekur í gegnum Fríhöfnina ehf. eina umsvifamestu smásölu landsins. Verslunin nýtur opinberrar meðgjafar vegna undan-þágu frá tollum og virðisaukaskatti.

Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild á innlendum smásölumarkaði, allt að þriðjungi í stórum vöruflokkum.

Skoðunina má lesa hér

Í skoðuninni er farið yfir yfir stöðu þessara mála. Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Fríhafnarverslanir fyrir komufarþega heyra til undantekningar í heiminum þar sem þær eru taldar vera í beinni samkeppni við innlenda smásölu
  • Íslenska ríkið hefur 32-35% markaðshlutdeild í verslun með snyrtivörur og erlent sælgæti í gegnum Fríhöfnina ehf.
  • Allt að 38% verðmunur getur verið á vörukostnaði Fríhafnarinnar ehf. og annarra íslenskra smásöluaðila
  • Netverslun Fríhafnarinnar ehf. gengur í berhögg við fyrirmæli stjórnvalda um að verslun í fríhöfn eigi að einskorðast við vörur til eigin nota
  • Þrátt fyrir að njóta ríkulegrar meðgjafar er arðsemi Fríhafnarinnar lág, sem bendir til að ríkið sé óhentugur rekstraraðili fyrir smásöluverslun

Skoðunina má lesa hér

Viðskiptaráð leggur fram tillögur í skoðuninni sem myndu draga úr samkeppni ríkisins við einkaaðila á smásölumarkaði og auka veltu í innlendri verslun.

Slík áhrif myndu veita stjórnvöldum svigrúm til að draga úr álagningu neysluskatta og smásölum svigrúm til að draga úr álagningu vegna aukinnar veltu. Afleiðingin væri lægra verðlag og aukinn kaupmáttur neytenda hérlendis.

Tengt efni

Fyllt upp í fjárlagagatið

Ef ríkisfjármálin voru á ystu nöf við fjárlagafrumvarpið má velta því upp hvort ...
17. des 2020

Hikum ekki

Í núverandi ástandi er ómögulegt að vita fyrir víst hvaða ákvarðanir munu ...
20. mar 2020

Afnema þarf áfengiseinokun að fullu

Viðskiptaráð telur frumvarpið vera skref í rétta átt en að ganga þurfi mun ...
27. feb 2020