Hálaunalandið Ísland

Hálaunalandið Ísland

Vísbending, vikurit um efnahagsmál og nýsköpun birti nýlega skoðun hagfræðings Viðskiptaráðs, Konráðs S. Guðjónssonar, sem bar yfirskriftina: Hálaunalandið Ísland

Stundum heyrist að á Íslandi sé rekin láglaunastefna. Því er skemmst frá að segja að sú stefna hefur mistekist hrapallega og er það vel. Laun á Íslandi eru með því hæsta sem gerist og óvíða jafnari. En vegna lakari hagvaxtarhorfa, sterkrar krónu og fleiri þátta eru allar líkur á því að almennar launahækkanir í líkingu við árin 2015–2017 myndu leiða af sér aukna verðbólgu sem allir tapa á. Engu að síður heyrast víða óánægjuraddir, enda ýmislegt sem má bæta í kjörum margra stétta. Og hver vill ekki hærri laun? Vandinn er þó ekki að laun séu almennt of lág. Vandinn liggur annars staðar og er allavega tvíþættur. Annars vegar afglöp kjararáðs og hins vegar fordæmalítill húsnæðisskortur. Það stendur til að gjörbreyta kjararáði og frysta laun þeirra sem þar falla undir og húsnæðismálin eru að þróast í rétta átt. Mögulega þarf þó meira til, sérstaklega í húsnæðismálum.

Smelltu hér til að lesa skoðunina


Tengt efni

Launakostnaður á Íslandi og skaðsemi atvinnuleysis

Eitt mikilvægasta verkefnið næstu mánuði er að sporna gegn atvinnuleysi með ...
29. sep 2020

Bitbein kosninganna - Að eyða eða fjárfesta?

Vísbending, vikurit um efnahagsmál og nýsköpun birti nýlega yfirgripsmikla ...
18. okt 2017