Hljóðlát sókn alþjóðageirans

Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum líkt og landsmenn þekkja. Það sem minna er fjallað um er kröftugur vöxtur alþjóðageirans sem fallið hefur í skuggann af ferðaþjónustunni. Að stærstum hluta má rekja vöxt alþjóðageirans til vaxtar í tengiflugi samfara miklum ferðamannavexti. Meira er þó á seyði og ef kafað er ofan í þróun alþjóðageirans má jafnvel sjá að útflutningstekjur af einstaka greinum innan hans hafa vaxið hraðar en ferðaþjónustan á síðustu árum. Árangur er þó ekki sjálfgefinn og hlúa þarf sérstaklega að geiranum nú þegar hægja hefur tekið á vexti ferðaþjónustunnar og alþjóðageirans sjálfs. Sem dæmi þarf að örva rannsóknir og þróun, hlúa að menntun í viðeigandi námsgreinum, laða til landsins erlenda sérfræðinga, gæta þess að regluverk hér á landi sé ekki meira íþyngjandi heldur en í öðrum vestrænum ríkjum og tryggja stöðugt rekstrarumhverfi.

Smelltu hér til að lesa skoðunina

Tengt efni

Markmiðin göfug, áhrifin öfug

Innviðaráðherra birti grein í Morgunblaðinu í gær og gagnrýndi Viðskiptaráð ...
11. júl 2024

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - 4. ársfjórðungur

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
2. nóv 2023