​Í grænu gervi: Grænir skattar og aðgerðir í loftslagsmálum

Lesa Skoðun

Staðan í loftslagsmálum kallar á það að hið opinbera, einstaklingar og fyrirtæki vinna saman að lausnum í umhverfismálum. Hið opinbera þarf skiljanlega að grípa til einhverra aðgerða en slíkar aðgerðir mega þó ekki takmarka svigrúm fyrirtækja til nýsköpunar í umhverfismálum, því þar liggur einmitt lausnin. Aðgerðirnar sem standa opinberum aðilum standa til boða eru nokkrar og geta grænir skattar verið ákjósanlegt tól til að hafa áhrif á hegðun fólks til hagsbóta fyrir umhverfið með sem minnstum tilfallandi kostnaði.

Grænir skattar geta þó haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, t.d. ef umhverfisskattar eru lagðir á íslensk fyrirtæki, sem samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að standa undir, þá versnar samkeppnisstaða þeirra umtalsvert séu aðrir skattar ekki lækkaðir á móti. tilgangurinn með grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun einstaklinga og fyrirtækja í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í umhverfismálum þá skila þeir skattar minni tekjum eftir því sem tíminn líður. Það skiptir þess vegna miklu máli að grænar skatttekjur séu nýttar til þess að lækka aðra skatta og þá til að mynda til þess að skapa hvata til umhverfisvænnar starfsemi, eins og er gert nú þegar með lækkun virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar.

Eins og staðan er núna skortir ekki vilja hjá stjórnvöldum til hækkunar á grænum sköttum. Ekki er að sjá þeim hækkunum á grænum sköttum hafi verið með beinum hætti varið í skattalækkanir, umhverfismál eða ívilnanir.

Um leið og grænir skattar eru orðnir tekjuöflunartól hins opinbera hefur tilgangur þeirra misst marks. Viðskiptalífið kallar því eftir því að stjórnvöld birti bókhald yfir ráðstöfun þessa grænu skatttekna, en slíkt myndi stuðla að gagnsæi og tryggja að ekki sé verið að klæða skatta grænu gervi, þegar það er eingöngu verið að auka á skattbyrði fólks og fyrirtækja í landinu.

Lesa Skoðun

Kynning á Skattadeginum 2020 byggð á Skoðuninni

Tengt efni

Orkulaus eða orkulausnir?

Traustir innviðir eru forsenda þess að samfélag og atvinnulíf á Íslandi búi við ...
16. feb 2023

Halli kjörinn á þing

Kjósendur eiga betra skilið en óljósa forgangsröðun eða að ríkið rýri eignir og ...
24. sep 2021

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021