Leyndir gallar fasteignagjalda

Fasteignaeigendur hafa sætt skattlagningu allt frá því að tíundin var lögfest á Alþingi árið 1096. Síðan þá hafa misræmi, óskilvirkni og neikvæð áhrif fasteignaskatta smám saman verið aukin og ógagnsæi ríkir um álagningu þeirra. Í dag er fyrirkomulag fasteignaskatta óhagkvæmt.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Atvinnuhúsnæði er skattlagt sexfalt á við íbúðarhúsnæði. Sveitarfélög leggja að meðaltali 1,64% fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði samanborið við 0,29% á íbúðarhúsnæði.
  • Stimpilgjöld voru tvöfölduð á einstaklinga og fjórfölduð á lögaðila árið 2013 vegna fasteignaviðskipta þrátt fyrir að gjöldin hafi skaðlegri áhrif en flestir aðrir skattar.
  • Þrír fjórðu hlutar fasteignaskatta leggjast á byggingar en fjórðungur á lóðir. Réttara væri að hærra hlutfall skattheimtunnar leggist á lóðir til að auka fjárfestingu og hagkvæmni byggðaþróunar.
  • Álagning fasteignagjalda hjá sveitarfélögum er margvísleg. Til dæmis eru a.m.k. fjórar aðferðir notaðar við ákvörðun vatnsgjalds.

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að ráðast í ferns konar úrbætur. Í fyrsta lagi að samræma skattlagningu á fasteignamarkaði fyrir ólíkar tegundir húsnæðis. Í öðru lagi að afnema stimpilgjöld vegna fasteignaviðskipta. Í þriðja lagi að skattleggja landsvæði í stað bygginga. Í fjórða lagi að auka gagnsæi við álagningu fasteignaskatta. Slíkar breytingar myndu auka skilvirkni á fasteignamarkaði og styðja þannig við vaxandi framleiðni án þess að skatttekjur hins opinbera skerðist. 

Tengt efni

Brotið gegn jafnræði í grunnskólum

Misræmi er á milli skólaeinkunna úr íslenskum grunnskólum, en nemendur með sömu ...
19. júl 2024

Spákaupmaðurinn ríkissjóður

Í stað þess að draga saman seglin í aðgerðum og stuðla að þannig lægra ...
26. júl 2024

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024