Mikilvægasta útsvarsspurningin

Oft fer lítið fyrir umræðu um sveitarfélög í samhengi efnahagsmála. Engu að síður er vægi þeirra mikið og í fyrra voru tekjur sveitarfélaga um 13% af vergri landsframleiðslu sem er hærra hlutfall en samanlagt framlag sjávarútvegs, stóriðju og veitna til landsframleiðslunnar. Tekjurnar samsvara 28 milljörðum króna á mánuði eða um einni milljón á hvern íbúa eldri en 16 ára á ári. Þrátt fyrir þessar miklu tekjur og hraðan vöxt þeirra fer lítið fyrir umræðu um þær. Lækkun skatta og gjalda á íbúa er lítið uppi á pallborðinu þrátt fyrir að innheimta sveitarfélaganna hafi aldrei verið meiri. Þá eru fasteignaskattar háir í norrænum samanburði og fyrirkomulag þeirra óhagkvæmt. Þess fyrir utan eiga allir helstu tekjustofnar sveitarfélaga það sameiginlegt að umgjörð eða innheimta þeirra er ógagnsæ sem dregur úr aðhaldi. Útgjöld hafa fylgt auknum tekjum, en fjárfesting ekki, sem er þó nokkuð áhyggjuefni ef horft er til framtíðar.

Smelltu hér til að lesa skoðunina

  • Sveitarfélög landsins hafa meira en 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði á hvern skattgreiðanda.
  • Vísbendingar eru um að skattaleg samkeppni milli sveitarfélaga sé lítil. Litlar breytingar á útsvarshlutföllum frá því gengið var til kosninga síðast. Ógagnsæi í skattheimtu er alvarlegt vandamál á sveitarstjórnarstiginu
  • Íslendingar greiða hæstu fasteignagjöldin á Norðurlöndum í hlutfalli við landsframleiðslu – Viðskiptaráð kallar eftir endurskoðun fasteignaskatta sem bæði einnig eru ógagnsæjir og óskilvirkir
  • Á fjögurra ára tímabili, 2013-2017, hafa árlegar tekjur af fasteignasköttum aukist um 6,1 milljarð vegna verðhækkana á húsnæði
  • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga dregur úr hvötum til sameininga sveitarfélaga
  • Grunnskólastigið sýnir að útgjöld eru ekki ávísun á árangur
  • Afkoma sveitarfélaga er vonbrigði með hliðsjón af stöðu hagsveiflunnar

Tengt efni

Skilvirkni og hagkvæmni í þágu atvinnulífs og neytenda

Opinberar stofnanir ættu að vera færri frekar en fleiri, umfang þeirra nægilegt ...
12. nóv 2020

Útsvarsspurningin

Litlar sem engar breytingar hafa orðið á útsvarsprósentu sveitarfélaga frá því ...
24. maí 2018

Sveitarfélagið sagði: „ekki ég“

Svigrúm til þess að gera betur við láglaunafólk mætti því auðveldlega finna hjá ...
7. mar 2019