Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms

Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum.

Skoðunin fer yfir stöðu þessara mála. Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Ísland hefur mun neikvæðari erlenda skuldastöðu en nágrannaríkin og er nær PIIGS-ríkjunum svokölluðu, sem lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í Evrusvæðis-krísunni
  • Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur áætlaður halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár.
  • Samanlögð gjaldeyrisþörf þjóðarbúsins gæti numið um 130% af VLF ef aflétta á fjármagnshöfum
  • Vaxtakjör hérlendis og útflutningsdrifinn hagvöxtur munu skipta mestu máli um þróun erlendra skulda þjóðarbúsins á næstu árum.

Lesa má Skoðunina hér

Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma.

Til lengri tíma skiptir mestu að sátt náist um langtímastefnu í efnahagsmálum sem styðji við uppbyggingu útflutningsgreina og raunvöxt hagkerfisins. Til skemmri tíma þarf útfærsla á afnámi haftanna að styðja við fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi, sem munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli.

Á eftirfarandi mynd má sjá yfirlit yfir gjaldeyrisþörf þjóðarbúsins

Gjaldeyrisþörfin skiptist í greiðsluvanda og snjóhengju og nemur samtals um 130% af VLF:

Lesa má Skoðunina hér

Tengt efni

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Árangurslitlar aðgerðir á húsnæðismarkaði

„Stuðningsúrræði stjórnvalda hafa verið of almenn í gegnum tíðina og kostað háar ...
4. des 2023

Ákvörðun sem kostað hefur íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða

Að innleiða regluverk, sem sniðið er að milljóna manna þjóðum, með meira ...
2. okt 2023